Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði gráfíkjur fíkjur ávextir tertur kaka

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði.  Þessi kaka er full af ávöxtum og hollustu. Næst þegar ég baka hana geri ég ráð fyrir að kakan verði bökuð í tveimur jólakökuformum – held það komi betur út. Ef fólk vill má alveg minnka það sem er ofan á.

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

100 g smjör

1 dl púðursykur

2 egg

200 g heilhveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 msk góð olía

1 stór banani

2 græn epli

safi úr 1/2 sítrónu

Þeytið vel saman smjör og púðursykur, látið eggin saman við, þá olíuna og sítrónusafann. Rífið eplin á rifjárni og merjið bananana með gafflið – bætið saman við.

Látið degið í smurt hringlaga form.

Ofan á:

100 g valhnetur

1 msk púðursykur

5 gráfíkjur

100 g gott súkkulaði

2 tsk kanill

1/3 tsk salt

Saxið valhnetur, gráfíkjur og súkkulaði, bætið saman við púðursykri, kanil og salti. Blandið vel saman og látið yfir deigið. Bakið við 175 °í um 35 mín.

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

SaveSave

SaveSave

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Limeterta

Lime terta

Limeterta. Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu - kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen

Fyrri færsla
Næsta færsla