Auglýsing

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði gráfíkjur fíkjur ávextir tertur kaka

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði.  Þessi kaka er full af ávöxtum og hollustu. Næst þegar ég baka hana geri ég ráð fyrir að kakan verði bökuð í tveimur jólakökuformum – held það komi betur út. Ef fólk vill má alveg minnka það sem er ofan á.

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

100 g smjör

1 dl púðursykur

2 egg

200 g heilhveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 msk góð olía

1 stór banani

2 græn epli

safi úr 1/2 sítrónu

Þeytið vel saman smjör og púðursykur, látið eggin saman við, þá olíuna og sítrónusafann. Rífið eplin á rifjárni og merjið bananana með gafflið – bætið saman við.

Látið degið í smurt hringlaga form.

Ofan á:

100 g valhnetur

1 msk púðursykur

5 gráfíkjur

100 g gott súkkulaði

2 tsk kanill

1/3 tsk salt

Saxið valhnetur, gráfíkjur og súkkulaði, bætið saman við púðursykri, kanil og salti. Blandið vel saman og látið yfir deigið. Bakið við 175 °í um 35 mín.

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Auglýsing