Rauðrófusúpa

Rauðrófusúpa rauðrófur súpa

Rauðrófusúpa. Ætli megi ekki segja að rauðrófur séu í tísku um þessar mundir, kannski eru þær að taka við af engiferinu.

Rauðrófusúpa

1 laukur

1 dl góð olía

2 rauðrófur (ca 500 g)

2 gulrætur

150 g sæt kartafla

3-4 kartöflur

1 msk kóríander

1 msk kúmmín

grænmetiskraftur

salt og pipar

ca 1 l vatn

Saxið laukinn og stekið í olíu. Saxið gróft niður rauðrófur, gulrætur og kartöflur, látið út í pottinn ásamt grænmetiskrafti, vatni, salti og pipar. Sjóðið í um 30-40 mín. Maukið með töfrasprota. Berið fram með sýrðum rjóma.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta – undurgóð og silkimjúk

Bláberjaterta DSC01278

Bláberjaterta - raw. Svei mér þá, ég held bara að hrákökur geti ekki klikkað. Það þarf ekki að láta deigið lyfta sér, enginn bakstur, þær falla ekki - engin mistök. Dásamlega góð terta og holl líka. Það mun öllum líka vel við þessa tertu, hún er undurgóð, fyllingin silkimjúk og bláberin minna okkur á að það verður komið sumar eftir ekki svo langan tíma. Hver elskar ekki bláber?