Auglýsing

Rauðrófusúpa rauðrófur súpa

Rauðrófusúpa. Ætli megi ekki segja að rauðrófur séu í tísku um þessar mundir, kannski eru þær að taka við af engiferinu.

Rauðrófusúpa

1 laukur

1 dl góð olía

2 rauðrófur (ca 500 g)

2 gulrætur

150 g sæt kartafla

3-4 kartöflur

1 msk kóríander

1 msk kúmmín

grænmetiskraftur

salt og pipar

ca 1 l vatn

Saxið laukinn og stekið í olíu. Saxið gróft niður rauðrófur, gulrætur og kartöflur, látið út í pottinn ásamt grænmetiskrafti, vatni, salti og pipar. Sjóðið í um 30-40 mín. Maukið með töfrasprota. Berið fram með sýrðum rjóma.

Auglýsing

2 athugasemdir

Comments are closed.