Vínsteinslyftiduft

Vínsteinslyftiduft er búið til úr vínsteini, natríum karbónat, og maísmjöli berglind sigmarsdóttir

Vínsteinslyftiduft er búið til úr vínsteini, natríum karbónat, og maísmjöli. Það er því glútenlaust (ekki drýgt með hveiti) og án snefilefna út járni sem eru talin óæskilegt fyrir líkamann. Vínsteinslyftiduft má nota í allan bakstur í stað venjulegs lyftidufts í sömu hlutföllum. Vínsteinn er náttúrulegt salt sem myndast innan í víntunnum þegar berjasafinn hefur gerjast.

– úr bókinni Hollusturéttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið - það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn - því get ég lofað ykkur.