Gulrótaterta

Gulrótakaka terta ananas kanill gulrætur gulrótaterta kaka terta kaka
Gulrótaterta

Gulrótaterta

Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri… Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar 🙂

— GULRÓTAKÖKURANANASGULRÆTUR

.

Gulrótaterta

1 b hveiti
1/2 b heilhveiti
1/2 b sykur
1 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1 tsk lyftiduft
3/4 b góð matarolía
1 bolli rifnar gulrætur
2 egg
1/2 tsk salt
1 lítil dós ananaskurl

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Þeytið vel saman egg og sykur.  Blandið þurrefnunum saman við eggjablönduna, því næst matarolíunni og loks ananaskurlinu.

Bakið við 170° í 40 mín

Krem

150 g rjómaostur
1 msk mjúkt smjör
1/2 tsk vanilla
3/4 b flórsykur
1/3 tsk salt

Blandið öllu saman og setjið yfir kökuna

Gulrótakaka
Gulrótaterta

.

— GULRÓTAKÖKURANANASGULRÆTUR

— GULRÓTATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Fyrri færsla
Næsta færsla