Gulrótaterta
Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri… Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar 🙂
— GULRÓTAKÖKUR — ANANAS — GULRÆTUR —
.
Gulrótaterta
1 b hveiti
1/2 b heilhveiti
1/2 b sykur
1 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1 tsk lyftiduft
3/4 b góð matarolía
1 bolli rifnar gulrætur
2 egg
1/2 tsk salt
1 lítil dós ananaskurl
Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Þeytið vel saman egg og sykur. Blandið þurrefnunum saman við eggjablönduna, því næst matarolíunni og loks ananaskurlinu.
Bakið við 170° í 40 mín
Krem
150 g rjómaostur
1 msk mjúkt smjör
1/2 tsk vanilla
3/4 b flórsykur
1/3 tsk salt
Blandið öllu saman og setjið yfir kökuna
.
— GULRÓTAKÖKUR — ANANAS — GULRÆTUR
.