Auglýsing
Gulrótakaka terta ananas kanill gulrætur gulrótaterta kaka terta kaka
Gulrótaterta

Gulrótaterta

Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri… Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar 🙂

— GULRÓTAKÖKURANANASGULRÆTUR

.

Gulrótaterta

1 b hveiti
1/2 b heilhveiti
1/2 b sykur
1 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1 tsk lyftiduft
3/4 b góð matarolía
1 bolli rifnar gulrætur
2 egg
1/2 tsk salt
1 lítil dós ananaskurl

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Þeytið vel saman egg og sykur.  Blandið þurrefnunum saman við eggjablönduna, því næst matarolíunni og loks ananaskurlinu.

Bakið við 170° í 40 mín

Krem

150 g rjómaostur
1 msk mjúkt smjör
1/2 tsk vanilla
3/4 b flórsykur
1/3 tsk salt

Blandið öllu saman og setjið yfir kökuna

Gulrótakaka
Gulrótaterta

.

— GULRÓTAKÖKURANANASGULRÆTUR

— GULRÓTATERTA —

.

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Langaði til að gefa þér smá hugmynd varðandi kremið. Ég set alltaf appelsínubörk og amaretto í kremið og það kemur alveg dásamlega út.

  2. ég bæti alltaf sólblómafræjum í mína gulrótarköku-það er mjög gott ! 🙂

Comments are closed.