Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga Bogi þórhildur Helga
Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga. Svo skemmtilega vildi til að Bogi var nýbúinn að baka bananabrauð þegar við birtumst um daginn. Við mathákarnir tókum hressilega til matar(brauðs) okkar eins og oft áður. Bogi fór svo á rjúpu og um kvöldið borðuðum við grænmetislasagna með Helgu hans

BANANABRAUР— HELGA OG BOGI

Bananabrauð Boga

3 bananar – gott ef þeir eru vel þroskaðir
1/2 bolli sykur
2 egg
Hrært vel saman í hrærivél og síðan er bætt við:
2,5 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron.
Sett í 3 hefðbundin kökuform. Ofninn stillur á 175 gráður og aðeins hafður undirhiti á meðan brauðið hefur sig síðan settur á yfir/undirhiti eða blástur. Brauðið er tilbúið þegar prjóni er stungið í og hann kemur hreinn út.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)