Bananabrauð Boga. Svo skemmtilega vildi til að Bogi var nýbúinn að baka bananabrauð þegar við birtumst um daginn. Við mathákarnir tókum hressilega til matar(brauðs) okkar eins og oft áður. Bogi fór svo á rjúpu og um kvöldið borðuðum við grænmetislasagna með Helgu hans
— BANANABRAUÐ — HELGA OG BOGI —
Bananabrauð Boga
3 bananar – gott ef þeir eru vel þroskaðir
1/2 bolli sykur
2 egg
Hrært vel saman í hrærivél og síðan er bætt við:
2,5 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron.
Sett í 3 hefðbundin kökuform. Ofninn stillur á 175 gráður og aðeins hafður undirhiti á meðan brauðið hefur sig síðan settur á yfir/undirhiti eða blástur. Brauðið er tilbúið þegar prjóni er stungið í og hann kemur hreinn út.