Stýru-grænmetislasagna

Stýru-grænmetislasagna Þórhildur helga kolfreyjustaður Lúkas Björn Akureyri
Þórhildur Helga og Lúkas sonur hennar fá sér grænmetislasagna

Stýrugrænmetislasagna

Helga skólastýra bauð okkur í mat. Hún er af miklu matarfólki komin og væri illa í ætt skotið ef hún hefði ekki gaman af að tala um mat, elda mat og borða mat. Þetta allt hefur hún enda er hún á topp fimm hjá okkur yfir fólk sem er MJÖG GAMAN að gefa að borða. Gaman að segja frá því að lerkisveppirnir sem notaðir eru í réttinn eru „sérvaldir” af þeim hjónum í Kjarnaskógi

ÞÓRHILDUR HELGALASAGNAAKUREYRI

.

Stýrugrænmetislasagna

Lasagnaplötur

Kotasæla ca 400 gr.
Rifinn ostur
2 sætar kartöflur ( eða 1 stór)
brokkolíhaus
blómkálshaus
ólífuolía
1 pakki sveppir (eða lerkisveppir úr frysinum- skóginum)
1 rauðlaukur- lítill
2 dósir tómatar ( Hunt´s diced roasted Garlic)
1 dós tómatpure (lítil)
1 hvítlaukur
3 tsk salt
2 msk baselikum
2 msk oregano
2 tsk þurrkuð steinselja.

Flysjið sætar kartöflur ( með ostaskera) og sneiðið, sneiðið einnig blómkál og brokkoli. Sjóðið dátlitla stund í saltvatni og hellið vatninu af og saxið grænmetið meira niður.
Saxið rauðlauk smátt og mýkið á pönnu með ólífuolíu, sneiddir sveppir settir út í, saxið hvítlaukurinn mjög smátt og bætið við og síðan léttsoðna grænmetið. Látið malla og maukast og tómötum, tómatpure og öllu kryddinu bætt í. Smakkið til- má alveg krydda meira eftir smekk hvers og eins. Ef soppan er of þykk má bæta vatni við og krydda þá meira.
Raðið í eldfast mót- soppan-lasagnaplötur-soppan-kotasæla-lasagnaplötur og soppan.
Setjið í 200 gráðu heitan ofn í 20 mínútur- þá er rifinn ostur settur yfir og látið malla í 20 mínútur til viðbótar.
Gott með grænu salati með tómötum, steinselju og fetaosti.

Lúkas Björn
Unglingurinn Lúkas lagði sig fram við að plokka lerkisveppina úr réttinum
Grænmetislasagna
Grænmetislasagna

ÞÓRHILDUR HELGALASAGNAAKUREYRI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.

Kollu-kókosbolluterta – getur verið erfitt að hemja sig

Kollukokosbolluterta

Kollu-kókosbolluterta. Fátt er betra er mjúkar kókosbollur en þær má líka nota til matargerðar. Það vill svo vel til að við fáum stundum splunkunýjar kókosbollur beint úr verksmiðjunni og á getur verið erfitt að hemja sig...

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Fyrri færsla
Næsta færsla