Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga Bogi þórhildur Helga
Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga. Svo skemmtilega vildi til að Bogi var nýbúinn að baka bananabrauð þegar við birtumst um daginn. Við mathákarnir tókum hressilega til matar(brauðs) okkar eins og oft áður. Bogi fór svo á rjúpu og um kvöldið borðuðum við grænmetislasagna með Helgu hans

BANANABRAUР— HELGA OG BOGI

Bananabrauð Boga

3 bananar – gott ef þeir eru vel þroskaðir
1/2 bolli sykur
2 egg
Hrært vel saman í hrærivél og síðan er bætt við:
2,5 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron.
Sett í 3 hefðbundin kökuform. Ofninn stillur á 175 gráður og aðeins hafður undirhiti á meðan brauðið hefur sig síðan settur á yfir/undirhiti eða blástur. Brauðið er tilbúið þegar prjóni er stungið í og hann kemur hreinn út.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pipplingar – 2. sætið í smákökusamkeppni

IMG_3723

Pipplingar - 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars þetta:
"Piparmyntubragðið mátulegt, snilld að hafa sítrónu með í uppskriftinni. Það skilaði sér mjög vel" "Piparmyntusúkkulaði og jarðarber eiga auvitað alltaf vel saman. Frágangur snyrtilegur"
"Passlegt myntubragð, bragðgóður botn og skemmtilegt mótvægi í ávöxtunum"
"virkilega góð samsetning og góð kaka"

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða. Ræddum við mjög líflegt starfsfólk Seðlabankans um borðsiði, kurteisi en þó mest um viðskiptamálsverði. Mikill munur er á að fara út að borða með vinum eða fara í viðskiptamálsverð. Dags daglega erum við bæði frjálsleg og laus við öll formlegheit. Þegar kemur að viðskiptamálsverðum verður að hafa mikilvægi þeirra í huga og því getur verið nauðsynlegt að koma vel undir búinn.