Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur karrý grænmetisréttur linsubaunir ísafjörður kókosmjólk sætar kartöflur bananar grænmetisréttur spergilkál kóriander
Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur

Sumir réttir eru þannig að það er engu líkara en þeir breyti lífi manns, áhrifin verða svo mikil og eftirminnileg. Það á við um þennan grænmetispottrétt. Á fögru síðsumarskvöldi í gömlu húsi á Ísafirði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig…

.

GRÆNMETISRÉTTIRÍSAFJÖRÐURPOTTRÉTTIRVEGAN

.

Karrýkókospottréttur

3 laukar
2 dl jómfrúarólífuolía
500 g sætar kartöflur
500 g spergilkál
1 rauð paprika
2 gulrætur
2 tómatar
1-2 msk. grænmetiskraftur
2 dl vatn
2-3 msk. ferskt kóriander
400 ml kókosmjólk
200 g soðnar linsubaunir
2 bananar
1-2 msk. karrímauk eða karríduft.

Skerið allt grænmetið í hæfilega stóra bita, ekki of litla. Hitið olíuna í stórum potti, látið karríið og laukinn út í og steikið um stund. Bætið við gulrótum, sætum kartöflum, spergilkáli, papriku, tómötum, grænmetiskrafti og vatni. Sjóðið í um 20 mínútur við lágan hita. Bætið þá kóríander, kókosmjólk, soðnum linsubaunum, karríi og banönum út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Saltið og piprið ef þarf. Berið fram með hrísgrjónum eða bankabyggi.

.

GRÆNMETISRÉTTIRÍSAFJÖRÐURPOTTRÉTTIR

— KARRÝKÓKOSPOTTRÉTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Quiche Lorraine – franska góða bakan

QUICHE LORRAINE - franska bakan góða. Bergþór kom austur og bakaði skínandi böku, sem gerði gríðarlega lukku. Hann samþykkti að deila uppskriftinni með lesendum alberteldar, ef hann fengi Nutella-pizzu í eftirrétt.

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.