Pepperóni-ýsa

Pepperóni-ýsa

Pepperóni-ýsa

Árdís bauð okkur systkinum sínum á höfuðborgarsvæðinu í kvöldmat. Á meðan við borðuðum spáði hún fyrir okkur í bolla strekkt jóladúkana líka…. NOT!

Allavega, mjög góður fiskréttur en það á við hér eins og oft áður að gott hráefni skiptir máli – ýsan var splunkuný

Pepperóni-ýsa

Splunkuný ýsa

hveiti

olía til steikingar

rauðlaukur

laukur

pepperóní

spergilkál

epli

pepperóníostur

matreiðslurjómi

tex mex smurostur

kjötkraftur

Ýsu velt upp úr hveiti og steikt á pönnu krydduð með salti og pipar – skutlað í eldfast mót. Rauðlaukur, laukur, pepperóní og spergilkál skorið niður og mýkt á pönnu – svo sett yfir fiskinn. 1 epli t.d. jonagold skorið í litla bita stráð yfir. Pepperoní ostur hitaður í matreiðslurjóma (ég var líka með hálfa dós af Tex Mex smurosti) + einn kjötteningur – hellt yfir allt hitt. Sett í heitan ofn ca í 15 mín. Þessi réttur er alltaf ægilega vinsæll og uppskriftin hefur verið gefin oft og mörgu sinnum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka. Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt - bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.