Linsusúpa Daddýar

Linsusúpa linsubaunir linsur daddý Dagbjört helena ÓSKARSDÓTTIR BEIKON
Linsusúpa Daddýar

Linsusúpa Daddýar

Víða leynast fyrirmyndarkokkar, Daddý sagði mér frá þessari súpu á dögunum, súpu sem hún eldar reglulega – hún verður hér eftir kennd við Daddý. Linsubaunir eru bráðhollar og þægilegar að því leyti að þær þarf ekki að leggja í bleyti. Að sögn Daddýar má til hátíðarbrigða má setja svolítið af söxuðu beikoni saman við.

LINSUBAUNIRSÚPURDADDÝBEIKON

.

Linsusúpa Daddýar

1 laukur

3 msk olía

3 hvítlauksgeirar

4 dl linsubaunir

1 msk karrý

1 dl saxaður blaðlaukur

1 paprika

ca 400 g sæt kartafla

1 tsk tandori

1 tsk tikka masala

grænmetiskraftur

1 tsk hunang

1 msk balsamikedik

1 ds kókosmjólk

1/2 l matreiðslurjómi

1 l vatn

salt og pipar

Saxið lauk lauk, blaðlauk og hvítlauk og steikið í olíunni. Skerið niður sætar kartöflur og papriku og bætið útí ásamt kryddinu. Bætið grænmetiskrafti, linsubaunur og vatni og látið sjóða í um 30 mín. Bætið við kókosmjólk, hunangi, balsamikediki og matreiðslurjóma. Kryddið með salti og pipar.

LINSUBAUNIR

LINSUBAUNIRSÚPURDADDÝBEIKON

— LINSUSÚPA DADDÝAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skóbót – syndsamlega góð terta

 

Skóbót - syndsamlega góð terta. Á Fasbók er hópur sem heitir Skemmtileg íslensk orð. Um daginn var spurt hvort fólk kannaðist við Skóbót sem nafn á púðursykursmarengs, en hún er alþekkt í Vestmannaeyjum. Margir könnuðust við hana, flestir úr Vestmannaeyjum og uppskriftir voru birtar. Við stóðumst ekki mátið og prófuðum Skóbótina. Hún hvarf svo eins og dögg fyrir sólu!

 

 

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins

Tíu vinsælustu uppskriftir sumarsins. Þegar líður að lokum sumars er gaman að horfa um öxl og skoða hvaða uppskriftir hafa verið vinsælastar í sumar. Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart að fólk er duglegt að baka samkvæmt samantektinni. Ég er bæði alsæll og þakklátur, á hverjum degi eru nokkur þúsund heimsóknir á bloggið*  Svona er topp tíu listi sumarsins:

Gulrótarhummus Diddúar

Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)