Linsusúpa Daddýar

6
Auglýsing
Linsusúpa linsubaunir linsur daddý Dagbjört helena ÓSKARSDÓTTIR BEIKON
Linsusúpa Daddýar

Linsusúpa Daddýar

Víða leynast fyrirmyndarkokkar, Daddý sagði mér frá þessari súpu á dögunum, súpu sem hún eldar reglulega – hún verður hér eftir kennd við Daddý. Linsubaunir eru bráðhollar og þægilegar að því leyti að þær þarf ekki að leggja í bleyti. Að sögn Daddýar má til hátíðarbrigða má setja svolítið af söxuðu beikoni saman við.

LINSUBAUNIRSÚPURDADDÝBEIKON

Auglýsing

.

Linsusúpa Daddýar

1 laukur

3 msk olía

3 hvítlauksgeirar

4 dl linsubaunir

1 msk karrý

1 dl saxaður blaðlaukur

1 paprika

ca 400 g sæt kartafla

1 tsk tandori

1 tsk tikka masala

grænmetiskraftur

1 tsk hunang

1 msk balsamikedik

1 ds kókosmjólk

1/2 l matreiðslurjómi

1 l vatn

salt og pipar

Saxið lauk lauk, blaðlauk og hvítlauk og steikið í olíunni. Skerið niður sætar kartöflur og papriku og bætið útí ásamt kryddinu. Bætið grænmetiskrafti, linsubaunur og vatni og látið sjóða í um 30 mín. Bætið við kókosmjólk, hunangi, balsamikediki og matreiðslurjóma. Kryddið með salti og pipar.

LINSUBAUNIR

LINSUBAUNIRSÚPURDADDÝBEIKON

— LINSUSÚPA DADDÝAR —

Fyrri færslaSteiktur saltfiskur að katalónskum hætti
Næsta færslaRauðrófusalat

6 athugasemdir

  1. Girnileg uppskrift. Ein spurning: eiga þetta að vera rauðar linsur? og hálfur poki, það er cirka hvað mikið magn?

    Með bestu kveðjum og fyrirfram þökk,

    Ingibjörg

  2. rauðar eða grænar linsur, skiptir engu. Ca hálfur poki eru um tveir bollar. Gangi þér vel í súpugerðinni 🙂

Comments are closed.