Linsusúpa Daddýar

Linsusúpa linsubaunir linsur daddý Dagbjört helena ÓSKARSDÓTTIR BEIKON
Linsusúpa Daddýar

Linsusúpa Daddýar

Víða leynast fyrirmyndarkokkar, Daddý sagði mér frá þessari súpu á dögunum, súpu sem hún eldar reglulega – hún verður hér eftir kennd við Daddý. Linsubaunir eru bráðhollar og þægilegar að því leyti að þær þarf ekki að leggja í bleyti. Að sögn Daddýar má til hátíðarbrigða má setja svolítið af söxuðu beikoni saman við.

LINSUBAUNIRSÚPURDADDÝBEIKON

.

Linsusúpa Daddýar

1 laukur

3 msk olía

3 hvítlauksgeirar

4 dl linsubaunir

1 msk karrý

1 dl saxaður blaðlaukur

1 paprika

ca 400 g sæt kartafla

1 tsk tandori

1 tsk tikka masala

grænmetiskraftur

1 tsk hunang

1 msk balsamikedik

1 ds kókosmjólk

1/2 l matreiðslurjómi

1 l vatn

salt og pipar

Saxið lauk lauk, blaðlauk og hvítlauk og steikið í olíunni. Skerið niður sætar kartöflur og papriku og bætið útí ásamt kryddinu. Bætið grænmetiskrafti, linsubaunur og vatni og látið sjóða í um 30 mín. Bætið við kókosmjólk, hunangi, balsamikediki og matreiðslurjóma. Kryddið með salti og pipar.

LINSUBAUNIR

LINSUBAUNIRSÚPURDADDÝBEIKON

— LINSUSÚPA DADDÝAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd – nokkur ráð

 

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd - nokkur ráð. Þann 16. ágúst giftum við Bergþór okkur. Við lögðum vinnu í undirbúning og skipulagningu og fengum aðstoð frá fjölmörgum. Góð kona benti okkur á að því meiri tíma sem við legðum í undirbúninginn, því eftirminnilegri yrði giftingardagurinn.

Engar tvær veislur eru eins og það sama á við um undirbúninginn. Hef fengið hvatningu til að setja hér inn nokkra punkta um hvernig undirbúningurinn og veislan sjálf var, punkta sem geta nýst fólki sem er að fara að skipuleggja stórar veislur. Til að forðast misskilning þá eru þetta engar reglur, aðeins punktar um hvernig við gerðum þetta.