Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla brauðterta rúlluterta Konráð jónsson heitur réttur í ofni heitur brauðréttur ostabrauð Rannveig þórarinsdóttir bláberjasulta skinka bláber camembert ostaréttur brauðréttur
Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

Í fjölskylduboð komu Konráð og Rannveig með „brauðtertu“-rúllu – en að vísu minnti hún lítið á brauðtertu, aðeins brauðið sem er notað í hana kallast rúllutertubrauð. Þessi réttur sló í gegn og kláraðist á undraskömmum tíma. Stelpur! þessi réttur er kjörinn í næsta saumaklúbb.

— BRAUÐTERTAKONRÁÐBLÁBER

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

1 rúllutertubrauð
tæp krukka bláberjasulta
8-10 skinkusneiðar
2 camembert ostar, mjög kaldir (gott að setja í frysti í 3-4 tíma)

– Penslið rúllutertubrauðið með sultu og leggið skinku ofan á. Skerið kalda ostana í sneiðar og leggið á rúlluna. Rúllið upp, penslið með hjúpnum og bakið við 180’C í 10-15 mín.

Hjúpur:
3 msk. bláberjasulta
3 msk rjómaostur
1 eggjarauða

– Velgið sultu og rjómaost saman. Hrærið vel og kælið síðan. Bætið eggjarauðu við.

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla
Bláberja-, camembert- og skinkurúlla. Uppskriftin birtist í Gestgjafanum, því ágæta blaði

.

BRAUÐTERTAKONRÁÐBLÁBER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananalummur

Bananalummur

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa...