Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla brauðterta rúlluterta Konráð jónsson heitur réttur í ofni heitur brauðréttur ostabrauð Rannveig þórarinsdóttir bláberjasulta skinka bláber camembert ostaréttur brauðréttur
Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

Í fjölskylduboð komu Konráð og Rannveig með „brauðtertu“-rúllu – en að vísu minnti hún lítið á brauðtertu, aðeins brauðið sem er notað í hana kallast rúllutertubrauð. Þessi réttur sló í gegn og kláraðist á undraskömmum tíma. Stelpur! þessi réttur er kjörinn í næsta saumaklúbb.

— BRAUÐTERTAKONRÁÐBLÁBER

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla

1 rúllutertubrauð
tæp krukka bláberjasulta
8-10 skinkusneiðar
2 camembert ostar, mjög kaldir (gott að setja í frysti í 3-4 tíma)

– Penslið rúllutertubrauðið með sultu og leggið skinku ofan á. Skerið kalda ostana í sneiðar og leggið á rúlluna. Rúllið upp, penslið með hjúpnum og bakið við 180’C í 10-15 mín.

Hjúpur:
3 msk. bláberjasulta
3 msk rjómaostur
1 eggjarauða

– Velgið sultu og rjómaost saman. Hrærið vel og kælið síðan. Bætið eggjarauðu við.

Bláberja-, camembert- og skinkurúlla
Bláberja-, camembert- og skinkurúlla. Uppskriftin birtist í Gestgjafanum, því ágæta blaði

.

BRAUÐTERTAKONRÁÐBLÁBER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru. Eins og hundrað og eitthvað sinnum hefur komið fram skiptumst við á að koma með hressingu með tíukaffinu á föstudögum í vinnunni. Þóra sló heldur betur í gegn með tveimur tegundum af brauðmeti og þessum undurgóða heilsudrykk

SaveSave