Saltfiskur á pönnu

 

Saltfiskur á pönnu chili paprika hvítlaukur
Saltfiskur á pönnu

Saltfiskur á pönnu. Það er runnið á mig saltfiskæði og þessi saltfiskur er æði.

Saltfiskur á pönnu

500 g saltfiskur – vel útvatnaður
4-5 msk góð matarolía
1 rauðlaukur
3 hvítkauksrif
1/2 ferskur chili
2-3 paprikur
1 sítróna
1tsk. mynta
1 tsk, oreganó
1 tsk, timian.
Þerrið fiskinn, veltið uppúr hveiti eða heilhveiti og steikið á báðum hliðum á pönnu í olíunni, takið hann af. Skerið niður grænmetið og steikið í sömu olíu
Setjið fiskinn yfir grænmetið og látið lok yfir. Eða setjið í eldfast form í vel heitan ofn í ca 15 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður. Apótekið hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum, fyrsta flokks matur, þjónusta, staðsetning og ekki síst yndislegur viðarkolailmurinn af og til úr eldhúsinu, og úr verður andrúmsloft þar sem manni líður vel og vill helst dvelja lengi. Það var því spennandi að vita hvort ítalska ævintýrið stæði undir væntingum.