Tzaziki sósa

Tzaziki sósa grikkland grískur matur jógúrt gúrkur grísk
Tzaziki sósa

Tzaziki sósa

Maður tengir tzaziki sósu við Grikkland og Tyrkland, það má vel vera að hún sé upprunninn annarsstaðar frá. Það eru til ýmasar útgáfur af tzazik sósu og eflaust engin ein rétt. Þannig má setja út í sítrónusafa, mintu, dill, steinselju. Algengast er að bera tzaziki sósu fram sem meðlæti með mat en einnig er til að hún er borin fram með brauði í forrétt.

GRIKKLANDSÓSUR

.

Tzaziki sósa

1/2 agúrka

1 ds Grísk jógúrt

2 hvítlauksgeirar, saxaðir mjög smátt

smá salt og pipar

Afhýðið gúrkuna og rífið hana niður með rifjárni (og saxið líka). Kreistið allan safann úr henni, t.d. með því að setja hana í grisju. Blandið saman jógúrti, hvítlauk og agúrku. Látið standa í ísskáp yfir nótt.

GRIKKLANDSÓSUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð með ostasalati. Brauðið og ostasalatið útbjó Berglind vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum

Óla rúgbrauð

Rúgbrauð með marineraðri síld. Það er nú meira hversu mikill munur er á rúgbrauði og rúgbrauði. Sumt rúgbrauð sem bakað er í bakaríum er ekki étandi vegna sætinda, það þarf næstum því að setja rauðan viðvörunarmiða á nokkrar tegundir.

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur. Þegar ég tók saman listann fyrir vinsælustu smákökurnar gerði ég mér grein fyrir, mér til mikillar undrunar, að uppáhaldssmákökurnar mínar hafa aldrei birst á þessari síðu. Það var nú þannig í minni barnæsku, þegar búið var að baka tíu eða fimmtán tegundir til jólanna, þá rýrnaði innihaldið í sumum kökudunkunum.... Ég játa það hér og nú að það var ég sem var valdur af því að eggjahvítukökurnar voru stundum búnar þegar jólin loks runnu upp. Það var samt vinsælast að laumast í kornflexkökurnar. Mamma sá við okkur og útbjó þær að kvöldi Þorláksmessu :)

Fyrri færsla
Næsta færsla