Tzaziki sósa

Tzaziki sósa grikkland grískur matur jógúrt gúrkur grísk
Tzaziki sósa

Tzaziki sósa

Maður tengir tzaziki sósu við Grikkland og Tyrkland, það má vel vera að hún sé upprunninn annarsstaðar frá. Það eru til ýmasar útgáfur af tzazik sósu og eflaust engin ein rétt. Þannig má setja út í sítrónusafa, mintu, dill, steinselju. Algengast er að bera tzaziki sósu fram sem meðlæti með mat en einnig er til að hún er borin fram með brauði í forrétt.

GRIKKLANDSÓSUR

.

Tzaziki sósa

1/2 agúrka

1 ds Grísk jógúrt

2 hvítlauksgeirar, saxaðir mjög smátt

smá salt og pipar

Afhýðið gúrkuna og rífið hana niður með rifjárni (og saxið líka). Kreistið allan safann úr henni, t.d. með því að setja hana í grisju. Blandið saman jógúrti, hvítlauk og agúrku. Látið standa í ísskáp yfir nótt.

GRIKKLANDSÓSUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apótek restaurant

Apótek restaurant  Apótek restaurant

Apótek restaurant. Notalegur kliður í Apótekinu minnir á bistro í París, létt angan berst af og til úr eldofninum, mikil lofthæð, virðulegir glugar og flottar innréttingar þar sem hægt er að velja um prívat bása eða ekki, nálægðin við Austurvöll er yndisleg - umvefjandi umhverfi í hjarta borgarinnar. Úr veitingasalnum er hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Allt svo notalegt.

Fyrri færsla
Næsta færsla