Auglýsing

Kasjúhnetur sósa dressing N4 Kristín Silva

Kasjúhnetusósa. Á sjónvarpsstöðinni N4 sá ég viðtal við Kristínu sem rekur veitingastaðinn Silva í Eyjafirði. Við borðuðum hjá henni í sl. sumar og fengum unaðslega góða rétti. Í þættinum gaf hún uppskrift að kasjúhnetusósu

Kasjúhnetusósa

1 1/2 b paprika, söxuð fínt

1 1/2 b sellerý, saxað fínt

kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst

safi úr einni sítrónu

1/2 b vatn

1/2 tsk salt

1/2 tsk túrmerik

2 hvítlauksgeirar

allt í blandarann

Sett yfir saxað hrátt grænmeti

Silva Kristín Helga Bogi

 

Auglýsing