Ítölsk eplaterta

ÍTALÍA ÍTALSKUR MATUR EPLAKAKA Eplaterta ítalía ítölsk eplakaka furuhnetur kaffimeðlæti miðjarðarhafið terta kaka epli græn epli
Ítölsk eplaterta – Bragðmikil og mjúk – Ó það er svo gaman að baka.

Ítölsk eplaterta, bragðmikil og mjúk 

Bragðmikil og mjúk eplaterta. Maður er svo vanur því að það sé kanill í eplakökum að ég marg fór yfir uppskriftina til að athuga hvort ekki ætti að vera kanill – en svo er ekki. Í uppskriftinni stendur fimm græn epli en þar sem ég átti bara fjögur (stór) lét ég það duga. Ó það er svo gaman að baka.

🍏

EPLATERTURÍTALÍA

🍏

Ítölsk eplaterta

5 græn epli
safi úr einni sítrónu
1/2 b sykur (eða minna)
1 tsk vanilla
1 tsk kardimommur
1/3 tsk negull
5 egg
2 1/2 b heilhveiti
1/2 tsk salt
120 g smjör, brætt
4 msk góð olía
1 1/2 tsk lyftiduft
50 g furuhnetur

Takið utan af eplunum og skerið þau í þunnar sneiðar, bætið við sítrónusafa og ca helmingnum af sykrinum – blandið saman. Brjótið eggin í aðra skál, bætið við restinni af sykrinum og þeytið vel saman. Bætið við bráðnu smjöri, vanillu, kardimommum, negul, heilhveiti, salti, lyftidufti og olíu og blandið vel saman. Loks er eplunum bætt saman við. Setjið í smurt form, stráið furuhnetunum yfir og bakið í um 40 mín. við 170°

Eplaterta
Ítölsk eplaterta

🍏

EPLATERTURÍTALÍA

— ÍTÖLSK EPLATERTA —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnífapörin á meðan á máltíð stendur og í lok máltíðar

Hnífapör á meðan á máltíð stendur og í lok máltíðar. Á meðan máltíð stendur yfir leggjum við hnífapörin eins og efri myndin sýnir, látum gaffalinn(tindana) snúa niður. Í lok máltíðar leggjum við hnífapörin saman eins og á neðri myndinni. Hvort tveggja er merki til þjónustufólks.