Auglýsing

Dijonkjúklingur með pekan Dijon kjúklingur kjúlli í ofni ofnréttur góður

Dijonkjúklingur með pecan. Pecanhnetur eru meinhollar eins og aðrar hentur.  Dijon sinnep er vel sterkt en samt er þessi réttur bæði mildur og góður.

Auglýsing

Dijonkjúklingur með pecan

10 kjúklingalæri (úrbeinuð eða ekki)

1 1/3 dl dijon sinnep

3 vænar sætar kartöflur

2 sellerýstönglar

1 blómkálshöfuð stórt

2 laukar

1 fennel

6 hvítlauksgeirar

ca 6 cm bútur engiferrót

salt og grófmalaður svartur pipar

1 dl ólífuolía

2 pokar pekanhnetur.

Penslið eða makið sinnepinu á kjúklingalærin, setjið þau í eldfast form. Saxið gróft niður sætar kartöflur, blómkál og lauk og setjið í skál. Saxið fínt fennel, hvítlauk og engifer, kryddið með salti og pipar – blandið öllu grænmetinu saman ásamt olíunni. Setjið yfir kjúklinginn og bakið í rúma klst með álpappír yfir. Malið eða saxið gróft pekanhnetur og setjið yfir réttinn – bakið áfram í um 15 mín.

Kjuklingur med pecanhnetum