Dijonkjúklingur með pekan

Dijonkjúklingur með pekan Dijon kjúklingur kjúlli í ofni ofnréttur góður

Dijonkjúklingur með pecan. Pecanhnetur eru meinhollar eins og aðrar hentur.  Dijon sinnep er vel sterkt en samt er þessi réttur bæði mildur og góður.

Dijonkjúklingur með pecan

10 kjúklingalæri (úrbeinuð eða ekki)

1 1/3 dl dijon sinnep

3 vænar sætar kartöflur

2 sellerýstönglar

1 blómkálshöfuð stórt

2 laukar

1 fennel

6 hvítlauksgeirar

ca 6 cm bútur engiferrót

salt og grófmalaður svartur pipar

1 dl ólífuolía

2 pokar pekanhnetur.

Penslið eða makið sinnepinu á kjúklingalærin, setjið þau í eldfast form. Saxið gróft niður sætar kartöflur, blómkál og lauk og setjið í skál. Saxið fínt fennel, hvítlauk og engifer, kryddið með salti og pipar – blandið öllu grænmetinu saman ásamt olíunni. Setjið yfir kjúklinginn og bakið í rúma klst með álpappír yfir. Malið eða saxið gróft pekanhnetur og setjið yfir réttinn – bakið áfram í um 15 mín.

Kjuklingur med pecanhnetum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro - einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill. Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.

Engiferdressing

Engiferdressing. Í bókabúð rakst ég á nýlega útkomna bók sem heitir Boðið vestur - veisluföng úr náttúru Vestfjarða. Bókin er matreiðslubók en meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Fínasta bók sem vel má mæla með.

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla