Eins árs

eins árs

Það er nú gaman að segja frá því að matarbloggið mitt er eins árs í dag. Fyrsta uppskriftin var af eplatertu. Best að halda upp á daginn – takk fyrir frábærar mótttökur. Mun meiri umferð en ég nokkru sinni lét mig dreyma um. Einn daginn fóru rúmlega átján þúsund manns inn. Síðustu vikur hef ég haldið nokkur námskeið um gott mataræði og betra líf.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Dórukex

Dórukex

Dórukex. Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og lítið af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir.