Ofnbakaður tómatfiskur

Ofnbakaður tómatfiskur fiskur í ofni FISKRÉTTUR MAKRÍLL LAX SILUNGUR ÞORSKUR
Ofnbakaður tómatfiskur

Ofnbakaður tómatfiskur

Það er auðvelt að útbúa tómatsósu – tómatsósurnar í plastflöskunum eru all-sætar og eiga ekki alltaf við. Þessa tómatsósu má nota með pasta, ofan á pitsur svo eitthvað sé nefnt. Svo er alltaf vinsælt að smyrja tómatsósu á brauðsneið, setja ost yfir og baka í ofni. Hrifnastur er ég af feitum fiski: laxi, makríl, silungi sem allir henta í þennan rétt. Af öðrum feitum fiskum má nefna túnfisk, sardínur og síld.

FISKUR Í OFNIFISKRÉTTIRTÓMATSÓSALAXMAKRÍLL

.

Ofnbakaður tómatfiskur

2-3 fiskflök (roðflett og beinhreinsuð)

1 b rifinn ostur

steinselja til skrauts

Tómatsósa:

1 laukur

4 hvítlauksgeirar

2 msk góð olía

1/2 stilkur sellerí, saxað

2 vænar gulrætur, saxaðar

2 dósir niðursoðnir tómatar

salt og pipar

basilika

1 dl ólífur

Sósa: Saxið lauk og hvítlauk og steikið í olíunni. Bætið við tómötum, selleríi, gulrótum, kryddum og látið sjóða í nokkrar mínútur. Maukið með töfrasprota. Grófsaxið ólífurnar og látið út í tómatsósuna.

Setjið fiskflök í eldfast form, hellið tómatsósunni yfir. Stráið osti yfir og bakið í um 20 mín í 175° heitum ofni. Stráið þá saxaðri steinselju yfir.

Ofnbakaður tómatfiskur
Ofnbakaður tómatfiskur

.

FISKUR Í OFNIFISKRÉTTIRTÓMATSÓSALAXMAKRÍLL

— OFNBAKAÐUR TÓMATFISKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marens sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir - sítrónur eru afar hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreysta sítrónu út í vatn og drekka.

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.

Fyrri færsla
Næsta færsla