Ofnbakaður tómatfiskur

Ofnbakaður tómatfiskur fiskur í ofni FISKRÉTTUR MAKRÍLL LAX SILUNGUR ÞORSKUR
Ofnbakaður tómatfiskur

Ofnbakaður tómatfiskur

Það er auðvelt að útbúa tómatsósu – tómatsósurnar í plastflöskunum eru all-sætar og eiga ekki alltaf við. Þessa tómatsósu má nota með pasta, ofan á pitsur svo eitthvað sé nefnt. Svo er alltaf vinsælt að smyrja tómatsósu á brauðsneið, setja ost yfir og baka í ofni. Hrifnastur er ég af feitum fiski: laxi, makríl, silungi sem allir henta í þennan rétt. Af öðrum feitum fiskum má nefna túnfisk, sardínur og síld.

FISKUR Í OFNIFISKRÉTTIRTÓMATSÓSALAXMAKRÍLL

.

Ofnbakaður tómatfiskur

2-3 fiskflök (roðflett og beinhreinsuð)

1 b rifinn ostur

steinselja til skrauts

Tómatsósa:

1 laukur

4 hvítlauksgeirar

2 msk góð olía

1/2 stilkur sellerí, saxað

2 vænar gulrætur, saxaðar

2 dósir niðursoðnir tómatar

salt og pipar

basilika

1 dl ólífur

Sósa: Saxið lauk og hvítlauk og steikið í olíunni. Bætið við tómötum, selleríi, gulrótum, kryddum og látið sjóða í nokkrar mínútur. Maukið með töfrasprota. Grófsaxið ólífurnar og látið út í tómatsósuna.

Setjið fiskflök í eldfast form, hellið tómatsósunni yfir. Stráið osti yfir og bakið í um 20 mín í 175° heitum ofni. Stráið þá saxaðri steinselju yfir.

Ofnbakaður tómatfiskur
Ofnbakaður tómatfiskur

.

FISKUR Í OFNIFISKRÉTTIRTÓMATSÓSALAXMAKRÍLL

— OFNBAKAÐUR TÓMATFISKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla