Palak sósa með tófú

indland Palak sósa með tófú. Palak paneer er indverskur eða pakistan spínat
Palak sósa með tófú

Palak sósa með tófú

Palak paneer er indverskur eða pakistanskur réttur úr spínati í þykkri kryddsósu. Ost í sósuna, „paneer“, fáum við ekki hér, svo að við notumst við sýrðan rjóma, en þar sem við staðfærum réttinn er ekki verra að bragðbæta einnig með rjóma.

Palak sósa með tófú f. 4.

Undirbúið tofu fyrst. Vefjið 3-500 g tofu inn í eldhúspappír, leggið það á disk og annan disk ofan á og þar ofan á farg. Látið bíða í 30 mín., takið þá úr pappírnum, skerið í litla bita.

ólívuolía

1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn

1 tsk rifin fersk engiferrót

1/2 rauður chili pipar (eftir smekk, meira, minna eða sleppa)

1/2 fínt skorinn laukur

1 tsk kúmmín

1/2 tsk kóríander

1/2 tsk túrmerik

2 dósir sýrður rjómi 18%

1 poki frosið spínat (450 g)

1 stór tómatur

2 greinar kóríander lauf

sjávarsalt

–  Steikið lauk, hvítlauk, engifer og chili í olíu. Stráið svo yfir kúmmín, kóríander, túrmerík og hrærið sýrðan rjóma saman við. Bætið við þiðnu spínati (bregðið því í örbylgjuna ef það er hart) og hitið saman í 15 mín. Kælið smávegis.

–  Bætið út í smátt skornum tómati og fremur smátt skornum kóríanderlaufum. Haldið heitu meðan tofu er steikt.

–  Hitið pönnu vel með 3 msk olíu og steikið tofu, bætið í spínatblönduna. Saltið og hitið saman í 10 mín. Berið fram með hrísgrjónum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru: