Palak sósa með tófú

indland Palak sósa með tófú. Palak paneer er indverskur eða pakistan spínat
Palak sósa með tófú

Palak sósa með tófú

Palak paneer er indverskur eða pakistanskur réttur úr spínati í þykkri kryddsósu. Ost í sósuna, „paneer“, fáum við ekki hér, svo að við notumst við sýrðan rjóma, en þar sem við staðfærum réttinn er ekki verra að bragðbæta einnig með rjóma.

Palak sósa með tófú f. 4.

Undirbúið tofu fyrst. Vefjið 3-500 g tofu inn í eldhúspappír, leggið það á disk og annan disk ofan á og þar ofan á farg. Látið bíða í 30 mín., takið þá úr pappírnum, skerið í litla bita.

ólívuolía

1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn

1 tsk rifin fersk engiferrót

1/2 rauður chili pipar (eftir smekk, meira, minna eða sleppa)

1/2 fínt skorinn laukur

1 tsk kúmmín

1/2 tsk kóríander

1/2 tsk túrmerik

2 dósir sýrður rjómi 18%

1 poki frosið spínat (450 g)

1 stór tómatur

2 greinar kóríander lauf

sjávarsalt

–  Steikið lauk, hvítlauk, engifer og chili í olíu. Stráið svo yfir kúmmín, kóríander, túrmerík og hrærið sýrðan rjóma saman við. Bætið við þiðnu spínati (bregðið því í örbylgjuna ef það er hart) og hitið saman í 15 mín. Kælið smávegis.

–  Bætið út í smátt skornum tómati og fremur smátt skornum kóríanderlaufum. Haldið heitu meðan tofu er steikt.

–  Hitið pönnu vel með 3 msk olíu og steikið tofu, bætið í spínatblönduna. Saltið og hitið saman í 10 mín. Berið fram með hrísgrjónum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni. Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift að súkkulaðieggjaköku.

Ólafur hrossakjötsæta hin mesta

Ólafur Matthíasson f.1792 bjá á Barká frá 1823-1846, annars staðar bjó hann ekki. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Laugalandi, yfirsetukona. Ólafur var fátækur alla ævi og sóði. Fór mjög milli bæja, en vann lítið. Var hann síkátur og þótti sums staðar til skemmtunar. Hann var mesta hrossaketsæta sveitarinnar og var fyrirlitinn af mörgum þess vegna. Fékk hann á hverju ári eitthvað af afsláttarhrossum og stundum mörg. Eitt haustið voru þau níu. Þá þraut hann ílát undir ketið, en dó ekki ráðalaus yfir því, en gerði sér hægt um hönd og risti upp grundartorfu, hringaði hana og reisti á rönd á eldhúsgólfinu og saltaði þar í afganginn af ketinu. En ekki fer nokkrum sögum af því hversu munntamt það var.