Palak sósa með tófú

indland Palak sósa með tófú. Palak paneer er indverskur eða pakistan spínat
Palak sósa með tófú

Palak sósa með tófú

Palak paneer er indverskur eða pakistanskur réttur úr spínati í þykkri kryddsósu. Ost í sósuna, „paneer“, fáum við ekki hér, svo að við notumst við sýrðan rjóma, en þar sem við staðfærum réttinn er ekki verra að bragðbæta einnig með rjóma.

Palak sósa með tófú f. 4.

Undirbúið tofu fyrst. Vefjið 3-500 g tofu inn í eldhúspappír, leggið það á disk og annan disk ofan á og þar ofan á farg. Látið bíða í 30 mín., takið þá úr pappírnum, skerið í litla bita.

ólívuolía

1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn

1 tsk rifin fersk engiferrót

1/2 rauður chili pipar (eftir smekk, meira, minna eða sleppa)

1/2 fínt skorinn laukur

1 tsk kúmmín

1/2 tsk kóríander

1/2 tsk túrmerik

2 dósir sýrður rjómi 18%

1 poki frosið spínat (450 g)

1 stór tómatur

2 greinar kóríander lauf

sjávarsalt

–  Steikið lauk, hvítlauk, engifer og chili í olíu. Stráið svo yfir kúmmín, kóríander, túrmerík og hrærið sýrðan rjóma saman við. Bætið við þiðnu spínati (bregðið því í örbylgjuna ef það er hart) og hitið saman í 15 mín. Kælið smávegis.

–  Bætið út í smátt skornum tómati og fremur smátt skornum kóríanderlaufum. Haldið heitu meðan tofu er steikt.

–  Hitið pönnu vel með 3 msk olíu og steikið tofu, bætið í spínatblönduna. Saltið og hitið saman í 10 mín. Berið fram með hrísgrjónum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Tante Anne – Det er dejligt

Tante Anne. Birna Sigurðardóttir skrifaði grein um Litu ömmu sína í blað Franskra daga, þar rifjar hún upp köku sem Lita bakaði gjarnan og var í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fleirum. Amma hennar var dönsk og hét fullu nafni Lita Bohn Ipsen Sigurðsson. Hún var læknir eins og eiginmaður hennar Haraldur Sigurðsson og flutti með honum til Fáskrúðsfjarðar þegar hann var skipaður þar héraðslæknir árið 1940.