Palak sósa með tófú

indland Palak sósa með tófú. Palak paneer er indverskur eða pakistan spínat
Palak sósa með tófú

Palak sósa með tófú

Palak paneer er indverskur eða pakistanskur réttur úr spínati í þykkri kryddsósu. Ost í sósuna, „paneer“, fáum við ekki hér, svo að við notumst við sýrðan rjóma, en þar sem við staðfærum réttinn er ekki verra að bragðbæta einnig með rjóma.

Palak sósa með tófú f. 4.

Undirbúið tofu fyrst. Vefjið 3-500 g tofu inn í eldhúspappír, leggið það á disk og annan disk ofan á og þar ofan á farg. Látið bíða í 30 mín., takið þá úr pappírnum, skerið í litla bita.

ólívuolía

1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn

1 tsk rifin fersk engiferrót

1/2 rauður chili pipar (eftir smekk, meira, minna eða sleppa)

1/2 fínt skorinn laukur

1 tsk kúmmín

1/2 tsk kóríander

1/2 tsk túrmerik

2 dósir sýrður rjómi 18%

1 poki frosið spínat (450 g)

1 stór tómatur

2 greinar kóríander lauf

sjávarsalt

–  Steikið lauk, hvítlauk, engifer og chili í olíu. Stráið svo yfir kúmmín, kóríander, túrmerík og hrærið sýrðan rjóma saman við. Bætið við þiðnu spínati (bregðið því í örbylgjuna ef það er hart) og hitið saman í 15 mín. Kælið smávegis.

–  Bætið út í smátt skornum tómati og fremur smátt skornum kóríanderlaufum. Haldið heitu meðan tofu er steikt.

–  Hitið pönnu vel með 3 msk olíu og steikið tofu, bætið í spínatblönduna. Saltið og hitið saman í 10 mín. Berið fram með hrísgrjónum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017. Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017: