Special Vigdísar kjúklingur

Specal Vigdísar kjúklingur, Vigdís Vignisdóttir, Special K, kjúlli Vigdís Elín PRIMA KRYDD
Special Vigdísar kjúklingur

Special Vigdísar kjúklingur

Á dögunum var ég niðursokkinn við að leita að góðri kjúklingauppskrift – þá hringdi Vigdís. Hún sagði mér frá vinsælum rétti á sínu heimili. Kjúklingur hjúpaður muldu Special K kornflexi. Vigdís var tekin á orðinu og rétturinn bragðaðist einstaklega vel. Athugið að það þarf að minnsta kosti heila matskeið af kryddinu – Special K er nokkuð sætt eins og sumt morgunkorn (sem samt er auglýst sem heilsufæði).

— KJÚKLINGURKORNFLEXVIGDÍS VIGNIS

.

Special Vigdísar kjúklingur

4 kjúklingalæri
1 egg
3 msk mjólk
1 msk kjúklingakrydd frá Prima
2 dl mulið Special K kornflex
½ dl brauðrasp
1-2 dl góð olía

Brjótið eggið í skál og bætið mjólkinni og kryddinu saman við og hrærið vel saman.  Blandið saman í aðra skál mulda kornflexinu og raspinu. Veltið lærunum upp úr eggjablöndunni og síðan upp úr raspinu. Þrýstið kornflex/raspi vel á lærin. Leggið þau í eldfast form. Hellið olíunni varlega yfir (passið að raspið fari ekki af kjötinu). Setjið álpappír yfir og bakið í 160° heitum ofni í um 1 1/2 klst.

— KJÚKLINGURKORNFLEXVIGDÍS VIGNIS

— SPECIAL VIGDÍSAR KJÚKLINGUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Grískur kjúklingaréttur

Grikkland

Grískur kjúklingur. Alltaf er nú skemmtilegt að prófa rétti frá öðrum löndum. Eins og sjá má í uppskriftinni eiga að vera kjúklingabaunir en því miður gleymdi ég að kaupa þær, þess vegna sjást engar baunir á myndunum. Fetaostinn fékk ég í Tyrkneskum basar í Síðumúlanum. Og í upphaflegur uppskriftinni er tekið fram að í þennan rétt eigi að nota 12 ólífur....

Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjör

Sítrónusmjörið góða. Þegar sítrónusmjör er útbúið verður eiginlega að hafa matarlit, annars verður það muskulegt, grátt og frekar ógirnilegt. Á dögunum fann ég náttúrulegan matarlit sem er mun hollari en hinn – þá bretti ég upp ermar og skellti í sítrónusmjör ????