Auglýsing
Gulrótasúpa með eplum og engifer gulrætur súpa engifer epli vegan vegansúpa soup
Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

GULRÆTURSÚPURENGIFERVEGAN

.

Gulrótasúpa með eplum og engifer

1 lítill laukur

3-4 msk góð olía

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 msk saxað engifer

1 lítið epli, saxað

4-5 b gulrætur í sneiðum

3-4 b grænmetissoð

1 ds kókosmjólk

múskat

salt og pipar

Saxið lauk og létt steikið í olíu, bætið við hvítlauk, engifer, epli, gulrótum, soði og kryddi. Sjóðið í um 30 mín. Bætið kókosmjólkinni við í restina og maukið.

.

GULRÆTURSÚPURENGIFERVEGAN

— GULRÓTASÚPA MEÐ EPLUM OG ENGIFER —

.

Auglýsing

3 athugasemdir

  1. Ég er að velta fyrir mér hvað b stendur fyrir í Gulrótasúpa með eplum og engifer.

Comments are closed.