Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa með eplum og engifer gulrætur súpa engifer epli vegan vegansúpa soup
Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

GULRÆTURSÚPURENGIFERVEGAN

.

Gulrótasúpa með eplum og engifer

1 lítill laukur

3-4 msk góð olía

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 msk saxað engifer

1 lítið epli, saxað

4-5 b gulrætur í sneiðum

3-4 b grænmetissoð

1 ds kókosmjólk

múskat

salt og pipar

Saxið lauk og létt steikið í olíu, bætið við hvítlauk, engifer, epli, gulrótum, soði og kryddi. Sjóðið í um 30 mín. Bætið kókosmjólkinni við í restina og maukið.

.

GULRÆTURSÚPURENGIFERVEGAN

— GULRÓTASÚPA MEÐ EPLUM OG ENGIFER —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf

Hvítur dúkur - DSC02333

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf. Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum – úr bók frá 1942

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum. Margur lætur sér nægja fat eða fötu, sem er opin, en sjálfsagt er að hafa fötuna með loki. Oft kemur vond lykt úr fötunni. Má þá láta nokkrar bréfaræmur í hana og kveikja í þeim og loka henni. Síðan er fatan þvegin og þurrkuð

-Heimilisalmanak eftir Helgu Sigurðardóttur 1942

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði. Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.