Daimterta – dæmalaus góð terta

Daimterta, páskaterta, terta, páskar, ísterta, Daim, Margrét eggertsdóttir dæmalaus góð terta
Daimterta

Daimterta

Þetta er marengs með ís ofan á og er yfirleitt ekki uppskrift sem megrunarráðgjafar gefa í fyrsta tímanum, en það eru nú einu sinni páskar!

Við skulum heldur ekki gleyma því að möndlur eru ofurfæði, fullar af próteinum, trefjum, vítamínum og snefilefnum; E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum og kopar, svo fátt eitt sé nefnt. „Lúka af möndlum á dag kemur hjartanu í lag“ eru gömul sannindi, sem hafa nú verið sönnuð með 14 ára rannsókn á 86,000 manns. Nóg um það.

MARENGSUPPSKRIFTIR — MÖNDLUTERTUR – DAIMTERTURPÁSKAR

.

Daimterta

Botn:

3 eggjahvítur
150 g sykur
150 gr saxaðar möndlur

– Þeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt út í. Þeytið frekar hægt og lengi, svo að sykurinn fái tíma til að bráðna alveg. *

– Síðast er möndlunum blandað varlega en vel saman við.

– Setjið í hátt lausbotna form með bökunarpappír á botninum (best er að leggja hann á botninn, smella svo ofan á og klippa pappírinn í kring).

– Bakið við 160° í 1 klst. Takið ekki úr forminu.

Ís:

4 dl rjómi
3 eggjarauður
100 g sykur
4 stk Daim súkkulaðiplötur

– Stífþeytið rjómann og saxið súkkulaðið (ekki of smátt)

– Þeytið eggjarauður og sykur vel saman (sykur á að bráðna alveg).

– Blandið rjómanum og súkkulaðinu varlega en vel saman við eggjakremið.

– Hellið ísnum yfir botninn í forminu og frystið. Tekið úr frysti 1/2-2 klst. fyrir notkun, eftir því hvað hvað maður vill hafa ísinn harðan.

– Að lokum er þeyttum rjóma sprautað utan með og e.t.v. skreytt með berjum eða öðru sem er við hendina.

* Athugið að illmögulegt er að þeyta hvítur í plastskál eða skál sem er ekki vel þurrkuð eða með örðu af fitu á (einmitt þess vegna má ekki vera vottur af eggjarauðu með). Gott er að renna yfir skálina með sítrónusneið til að taka af allan vafa um að fita leynist á henni.

Efnafræðigaman: Próteinsameindir í eggjahvítu eru kúlulaga. Þegar hvítur eru þeyttar, titra atóm og sameindir próteinsins meira en venjulega. Amínósýrurnar haldast að vísu saman, en veik vetnistengi milli atómanna rofna og breyta lögun kúlunnar, hún opnast og loft ryður sér inn á milli. Held þetta sé á þessa leið, en leiðréttið mig ef ekki.

.
MARENGSUPPSKRIFTIR — DAIMTERTURPÁSKAR
.
Daimterta
Daimterta
Daimterta
Daimtertuuppskrift Margrétar. Uppskriftin kemur, eins og margar aðrar góðar, frá Margréti Eggertsdóttur.

.

MARENGSUPPSKRIFTIR — MÖNDLUTERTUR – DAIMTERTURPÁSKAR

— DAIMTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatsalat Kristínar

Spínatsalat Kristínar. Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir af vel volgri dressingu á salat, Kristín Ingvadóttir útbýr oft dressingu úr púðursykri, hvítvínsediki og smjöri sem hún setur yfir spínatsalat. Ýmist hefur hún spínatsalatið sem meðlæti en stundum bætir hún við það hráskinku og hefur sem aðalrétt.

Snittubrauð

Snittubrauð. Það má segja að gríðarlegur munur sé milli bakaría á snittubrauðum. Oft förum við í Sandholtsbakarí...

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!