Ávaxtaterta – holl og góð terta

Ávaxtaterta, – holl og góð terta Vildís BJÖRGVINSDÓTTIR, Charles magnússon, hráterta, terta, kaffimeðlæti, hollusta EINAR SKÚLASON
Ávaxtaterta – holl og góð terta

Ávaxtaterta. Það er fátt matartengt sem gleður mig eins þessa mánuðina eins og hrátertur, enda hver annarri betri. Ólíkt „venjulegum tertum“ þá eru hrátertur jafngóðar ef ekki betri daginn eftir.  Heiðurshjónin Vildís og Charles buðu upp á ávaxtatertu sem eftirrétt.

ÁVAXTATERTURVILDÍS OG CHARLESHRÁTERTUR

.

Ávaxtaterta Vildís björgvinsdóttir Bergþór, Einar Skúlason og Charles magnússon
F.v. Vildís, Bergþór, Einar og Charles

Ávaxtaterta

Botn:
3 dl möndlur (lagðar í bleyti í nokkrar klst.)
1 dl heslihnetur (lagðar í bleyti í um klst)
3 dl döðlur (lagðar í bleyti í um klst)
smá salt
1 tsk vanillu extract
2 msk kakó nibbs

Fylling:
2 dl kasjúhnetur
2 dl döðlur (lagðar í bleyti í um klst)
3 msk kakóduft
1 tsk vanillu extract
smá salt

Ofan á:
6-7 dl ferskir ávextir
1/2 dl gróft kókosmjöl
50-60 g dökkt gott súkkulaði
1 msk góð olía

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í form með lausum hliðum og þjappið vel.

Fylling: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Þynnið með döðluvatninu eftir þörfum. Látið ofan á botninn.

Ofan á: Saxið ávexti og setjið ofan á tertuna. Bræðið súkkulaði og olíu í vatnsbaði og hellið yfir. Stráið kókosmjöli yfir

Kælið tertuna í amk klst. eða yfir nótt.

.

— ÁVAXTATERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar. Margir fá einhvers konar aðsvif þegar þeir bragða á þessum snúðum og heimta uppskrift um leið og þeir rakna úr rotinu. Uppskriftin er frá Chloe's Kitchen, en þar er allt vegan (dýralaust). Ef maður vill borða dýraafurðir, má nota kúamjólk í stað sojamjólkur og smjör í stað vegan smjörlíkis.

Berjahrat má nýta t.d. í múslí og í bakstur

Berjahrat má nýta. Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.

Bananabrauð með sunnudagskaffinu

Bananabrauð

Bananabrauð með sunnudagskaffinu. Þegar brauðið var tilbúin örkuðum við félagar til Gunnars vinar okkar og buðum honum í kaffi (við minntum svolítið á skvísurnar í Aðþrengdum eiginkonum sem færa hver annarri bökur við ýmis tækifæri).  Gunnar er önnum kafinn gistihúsaeigandi og þáði kærkomna kaffipásu.