Auglýsing
Ávaxtaterta, – holl og góð terta Vildís BJÖRGVINSDÓTTIR, Charles magnússon, hráterta, terta, kaffimeðlæti, hollusta EINAR SKÚLASON
Ávaxtaterta – holl og góð terta

Ávaxtaterta. Það er fátt matartengt sem gleður mig eins þessa mánuðina eins og hrátertur, enda hver annarri betri. Ólíkt „venjulegum tertum“ þá eru hrátertur jafngóðar ef ekki betri daginn eftir.  Heiðurshjónin Vildís og Charles buðu upp á ávaxtatertu sem eftirrétt.

ÁVAXTATERTURVILDÍS OG CHARLESHRÁTERTUR

Auglýsing

.

Ávaxtaterta Vildís björgvinsdóttir Bergþór, Einar Skúlason og Charles magnússon
F.v. Vildís, Bergþór, Einar og Charles

Ávaxtaterta

Botn:
3 dl möndlur (lagðar í bleyti í nokkrar klst.)
1 dl heslihnetur (lagðar í bleyti í um klst)
3 dl döðlur (lagðar í bleyti í um klst)
smá salt
1 tsk vanillu extract
2 msk kakó nibbs

Fylling:
2 dl kasjúhnetur
2 dl döðlur (lagðar í bleyti í um klst)
3 msk kakóduft
1 tsk vanillu extract
smá salt

Ofan á:
6-7 dl ferskir ávextir
1/2 dl gróft kókosmjöl
50-60 g dökkt gott súkkulaði
1 msk góð olía

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í form með lausum hliðum og þjappið vel.

Fylling: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Þynnið með döðluvatninu eftir þörfum. Látið ofan á botninn.

Ofan á: Saxið ávexti og setjið ofan á tertuna. Bræðið súkkulaði og olíu í vatnsbaði og hellið yfir. Stráið kókosmjöli yfir

Kælið tertuna í amk klst. eða yfir nótt.

.

— ÁVAXTATERTAN —

.