Ávaxtaterta – holl og góð terta

Ávaxtaterta, – holl og góð terta Vildís BJÖRGVINSDÓTTIR, Charles magnússon, hráterta, terta, kaffimeðlæti, hollusta EINAR SKÚLASON
Ávaxtaterta – holl og góð terta

Ávaxtaterta. Það er fátt matartengt sem gleður mig eins þessa mánuðina eins og hrátertur, enda hver annarri betri. Ólíkt „venjulegum tertum“ þá eru hrátertur jafngóðar ef ekki betri daginn eftir.  Heiðurshjónin Vildís og Charles buðu upp á ávaxtatertu sem eftirrétt.

ÁVAXTATERTURVILDÍS OG CHARLESHRÁTERTUR

.

Ávaxtaterta Vildís björgvinsdóttir Bergþór, Einar Skúlason og Charles magnússon
F.v. Vildís, Bergþór, Einar og Charles

Ávaxtaterta

Botn:
3 dl möndlur (lagðar í bleyti í nokkrar klst.)
1 dl heslihnetur (lagðar í bleyti í um klst)
3 dl döðlur (lagðar í bleyti í um klst)
smá salt
1 tsk vanillu extract
2 msk kakó nibbs

Fylling:
2 dl kasjúhnetur
2 dl döðlur (lagðar í bleyti í um klst)
3 msk kakóduft
1 tsk vanillu extract
smá salt

Ofan á:
6-7 dl ferskir ávextir
1/2 dl gróft kókosmjöl
50-60 g dökkt gott súkkulaði
1 msk góð olía

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í form með lausum hliðum og þjappið vel.

Fylling: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Þynnið með döðluvatninu eftir þörfum. Látið ofan á botninn.

Ofan á: Saxið ávexti og setjið ofan á tertuna. Bræðið súkkulaði og olíu í vatnsbaði og hellið yfir. Stráið kókosmjöli yfir

Kælið tertuna í amk klst. eða yfir nótt.

.

— ÁVAXTATERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddúar. Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.

Mackintosh’s íssósa – restin af molunum í pott ásamt rjóma og úr verður afbragðs íssósa

Mackinthos

20151220_214955

Mackintosh's íssósa.  Þegar allir „bestu molarnir” eru búnir er upplagt að setja restina í pott með nokkrum matskeiðum af rjóma og bræða við lágan hita og nota sem íssósu. Í öllum bænum deilið þessu með fólki sem dáir Mackintosh´s (hver gerir það ekki?)

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Fikju-og sveskjuterta

Sveskju- og fíkjuterta. Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í. Sætabrauðsdrengirnir matheilu borðuðu hana upp til agna eftir tónleikana í gær og lofuðu í hástert.