Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans. Útvarpskonan ágæta, Sigurlaug M. Jónasdóttir las þessa uppskrift upp í matarþætti sínum fyrir mörgum árum. Lesturinn var svo áhrifaríkur að þarna hlaut að vera ljúffengur steiktur kjúklingur. Já já þetta er ljúffengur kjúklingur.
— SIGURLAUG MARGRÉT — KJÚKLINGUR — BANDARÍKIN —
Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans
Kjúklingalæri
lögð í mjólk í 15 mín.
Blandað saman:
2 dl hveiti
1 msk paprika
1 msk karrý
2 tsk salt
malaður pipar
Nuddið kjúklingabitana með þessari blöndu.
Steikið upp úr:
4 hlutum góðri olíu
1 hluta sesamolíu
5 mín á hvorri hlið við meðalhita með loki, slökkvið þá undir og takið lokið af.
Raðið bitunum í eldfast mót og setjið í ofn við 180°C og um leið er slökkt á honum þar til mestur hitinn er farinn. Vessgú

.
— STEIKTUR KJÚKLINGUR EFTIR ÞELDÖKKRI KONU Í NEW ORLEANS —
—
sæll Albert
ég heiti Guðny og er kona að BERJAST við vefjagigt m.a. með því að vera á GAPS diet. þar er lögð áhersla ã “gerjaðan” mat þ.m. drykki. Ég er því að leita að einhverjum sem á kombucha sveppinn (te sveppinn). það er hægt að kaupa hann erlendis en hann er viðkvæmur í flutningi.
þetta var mjög vinsælt hér fyrir einhverjum árum þ.a. það er góður möguleiki að ég geti nálgast “afleggjara” ef ég finn einhvern eigandann.
veist þú um einhvern sem gæti hjálpað mér?
kveðja
Guðny B. Guðjónsdóttir
Blessuð og sæl, Guðný! Nú auglýsum við hér með eftir sveppaeiganda sem vill gefa þér afleggjara. En ef þú ert að berjast við vefjagigtina, eins og þú segir þá duga sennilega engar pillur. Þú ættir að skoða mataræðið í heild sinni t.d. með aðstoð næringafræðings eða grasalæknis.
Ég var að prófa þennan. Þetta er frábær réttur. Ég verð að viðurkenna að ég notaði möndlumjöl í stað hveiti þar sem ég er með óþol fyrir hveiti og heilhveiti og úrbeinuð læri því að ég átti þau. Mikið ótrúlega var þetta mjúkur matur og frábærlega bragðgóður 🙂
Ég á eftir að gera þetta aftur
Takk fyrir mig
Kveðja,
María
Mamma eldaði þetta hérna hjá okkur Ármanni í gærkvöldi og nammi hvað þetta er ljúffengt mæli sko vel með þessum kjúklingi með salati og öðru góðu meðlæti eins og cus cus eða hrísgrjónum 😉
Comments are closed.