Auglýsing
Spínatbaka
Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Einföld, auðveld og góð. Meðferð á smjördeigi vefst fyrir sumum, en þessi baka er án smjördeigs. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.

Spínat- og hrísgrjónaeggjabaka

1 dl góð olía

1 laukur

3 egg

1/3 b mjólk

1 tsk worcestershire sósa

1/2 tsk salt

1-2 msk rósmarín

1 poki frosið spínat

1 b soðin hrísgrjón

salt og pipar

rifinn ostur

1-2 dl góð olía/hvítlauksolía

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni í sæmilega stórum potti. Bætið við frosna spínatinu og látið þiðna. Bætið við Worcestershire sósu, kryddum og hrísgrjónum. Brjótið eggin í skál hrærið mjólkinni saman við og hellið yfir það sem er í pottinum. Setjið í eldfast form og setjið rifinn ost yfir. Bakið við 160 g í um klst. Takið úr ofninum og hellið olíu yfir.

SJÁ EINNIG: BÖKURSPÍNAT

Auglýsing