Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínatbaka
Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Einföld, auðveld og góð. Meðferð á smjördeigi vefst fyrir sumum, en þessi baka er án smjördeigs. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.

Spínat- og hrísgrjónaeggjabaka

1 dl góð olía

1 laukur

3 egg

1/3 b mjólk

1 tsk worcestershire sósa

1/2 tsk salt

1-2 msk rósmarín

1 poki frosið spínat

1 b soðin hrísgrjón

salt og pipar

rifinn ostur

1-2 dl góð olía/hvítlauksolía

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni í sæmilega stórum potti. Bætið við frosna spínatinu og látið þiðna. Bætið við Worcestershire sósu, kryddum og hrísgrjónum. Brjótið eggin í skál hrærið mjólkinni saman við og hellið yfir það sem er í pottinum. Setjið í eldfast form og setjið rifinn ost yfir. Bakið við 160 g í um klst. Takið úr ofninum og hellið olíu yfir.

SJÁ EINNIG: BÖKURSPÍNAT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grillveisla Kjartans – kúrbítspitsa og súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Grillveisla Kjartans.  Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr og sem betur fer er metnaðurinn mikill og langflestir standa sig vel. Það er til fyrirmyndar. Kjartan og Elísa eru í þessum hópi, þau eru með mjög vel útbúna húsbíla til leigu fyrir ferðamenn. Þau hjónin búa í Þýskalandi og þaðan leigja þau bílana út til Íslendinga sem vilja ferðast frjálsir um. Ekki nóg með að Kjartan þessi vandi sig í ferðaþjónustunni heldur er hann ekki síður vandvirkur þegar kemur að eldamennsku – sérstaklega þó að grilla. Á fallegu tjaldsvæði á Mosskógum í Mosfellsdal útbjó hann á grillinu pitsu og bakaði súkkulaðitertu í appelsínu. Húsráðendur á Mosskógum komu færandi hendi með nýorpin egg, blóm og annað sem nýttist bæði í matargerðina og til skrauts.

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi. Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.