Grísk eplaterta
Kunnugir segja að þessi uppskrift minni á Milopitu, sem ku vera grísk eplakaka/pæ, það má kannski segja að þessi eplaterta sé af grískum ættum. Það tekur stuttan tíma að undirbúa deigið og hún er kjörin með kaffinu. Eplatertan er mjúk og ilmar vel.
— GRIKKLAND — EPLATERTUR —
.
Grísk eplaterta
1 b heilhveiti
1 b spelt
2 tsk lyftiduft
1 tsk kardimommur
1/2 tsk salt
1/2 b kókosolía (brædd)
2/3 b púðursykur
2 tsk vanillu extract
1 b möndlumjólk (eða sojamjólk)
2 msk sykur
1 tsk kanill
2 græn epli
Ofan á:
1/2 b pekan eða valhnetur, saxaðar frekar gróft
1/3 b púðursykur
1/4 b kókosolía, fljótandi
1/2 tsk kanill
1/2 tsk kardimommur
kúffull msk heilhveiti
1/3 tsk salt
Botn: blandið saman heilhveiti, spelti, lyftidufti, kryddi, púðursykri, sykri, vanillu, mjólk og kókosolíu. Skerið eplin í frekar þunnar sneiðar og bætið þeim saman við. Blandið varlega saman. Smyrjið kringlótt form og látið deigið í.
Ofan á: Blandið öllu saman og setjið ofan á deigið. Bakið við 175° í um 50-60 mín.
— GRIKKLAND — EPLATERTUR —
.