Grísk eplaterta

Grísk eplaterta Eplaterta Grikkland Milopitu eplakaka kaffimeðlæti terta grísk
Grísk eplaterta

Grísk eplaterta

Kunnugir segja að þessi uppskrift minni á Milopitu, sem ku vera grísk eplakaka/pæ, það má kannski segja að þessi eplaterta sé af grískum ættum. Það tekur stuttan tíma að undirbúa deigið og hún er kjörin með kaffinu. Eplatertan er mjúk og ilmar vel.

GRIKKLANDEPLATERTUR

.

Grísk eplaterta

1 b heilhveiti

1 b spelt

2 tsk lyftiduft

1 tsk kardimommur

1/2 tsk salt

1/2 b kókosolía (brædd)

2/3 b púðursykur

2 tsk vanillu extract

1 b möndlumjólk (eða sojamjólk)

2 msk sykur

1 tsk kanill

2 græn epli

Ofan á:

1/2 b pekan eða valhnetur, saxaðar frekar gróft

1/3 b púðursykur

1/4 b kókosolía, fljótandi

1/2 tsk kanill

1/2 tsk kardimommur

kúffull msk heilhveiti

1/3 tsk salt

Botn: blandið saman heilhveiti, spelti, lyftidufti, kryddi, púðursykri, sykri, vanillu, mjólk og kókosolíu. Skerið eplin í frekar þunnar sneiðar og bætið þeim saman við. Blandið varlega saman. Smyrjið kringlótt form og látið deigið í.

Ofan á: Blandið öllu saman og setjið ofan á deigið. Bakið við 175° í um 50-60 mín.

 

GRIKKLANDEPLATERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biskupaterta

Biskupaterta

Biskupaterta. Ekki hef ég hugmynd um hvernig nafnið á þessari tertu er tilkomið, en góð er hún. „Alveg óvart“ fór heldur meira af sérrýi en segir í uppskriftinni en tertan varð held ég bara betri við það. Biskupaterta getur verið bæði kaffimeðlæti eða eftirréttur eins og hún var í stórfínu matarboði á dögunum.

Blinis með kavíarþrennu

Blinis eru litlar pönnukökur (eða lummur), oft bornar fram með lauk og kavíar eða sýrðum rjóma og reyktum laxi. En fjölmargt annað má setja á blinis. Í glæsilegri veislu var boðið upp á blinis með sýrðum rjóma og bleikju-, loðnu- og grásleppuhrognum. Með þessu dreypti fólk á hvítvíni.

BEINÞYNNING og mjólk

Er mjólk góð? IMG_2859

BEINÞYNNING og mjólk. Stundum er því haldið fram að við þurfum að drekka mjólk til að forðast beinþynningu, sérstaklega hefur þessu verið haldið að konum.  Neysla á mjólkurvörum í heiminum er mest í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Englandi. Það merkilega er að beinþynning mælist mest hjá Finnum, Svíum, Bandaríkjamönnum og Englendingum.