Auglýsing
Ítölsk súpa fiskur Sólrún Björnsdóttir ítalía ítalskur matur matarmikil heiði
Ítölsk fiskisúpa

Ítölsk súpa. Sólrún vinkona mín sagði mér um daginn frá dásamlega góðri ítalskri fiskisúpu sem hún var að borða. Þegar Sólrún mælir með góðum mat, þá er hann góður – mjög góður.

🇮🇹

Auglýsing

 FISKISÚPUR — ÍTALÍASÓLRÚN

🇮🇹

Ítölsk fiskisúpa

600 g fiskur
1 msk ferskur sítrónusafi
2 rauðar paprikur
3 hvítlauksrif
1 laukur (stór)
200 g gulrætur
5 msk olía
1 tsk oregano – þurrkað
2 ds tómatar saxaðir
1/4 ltr grænmetiskraftur
1/4 ltr hvítvín
salt – pipar
basilika

Skerið fiskinn í bita og hellið sítrónusafa yfir

Hitið olíu í stórum potti  Smátt brytjuðum lauk og hvítlauk, ásamt mjög þunnt skornum gulrótum og oregano bætt útí.  Hitið í 3-5 mín.

Brytjið tómatana og paprika setjið þar í og sjóðið í 2 mín.

Bætið við grænmetiskrafti og hvítvíni útí og sjóðið kröftuglega.  Saltið og piprið.

Setjið fiskstykkin útí og hitað við vægan hita smá stund. Bætið við vatni ef ykkur finnst súpan of þykk.

Klippið basilikuna yfir

🇮🇹

 FISKISÚPUR — ÍTALÍASÓLRÚN

🇮🇹