Grænmetisbaka með ostasósu

Grænmetisbaka með ostasósu Kristín Gísladóttir og Sigurbjörn Aðalsteinsson í Los Angeles
Grænmetisbaka með ostasósu

Grænmetisbaka með ostasósu

Enn ein uppskriftin sem ég hef klippt út úr blaði og ætlað að elda mjög fljótlega 😉 Innbökuð jóla-grænmetissteik í sérrí-gráðostasósu birtist í jólablaði Morgunblaðsins árið 2000, hún er frá Kristínu Gísladóttur og Sigurbirni Aðalsteinssyni í Los Angeles. Mjög góð baka, að vísu fann ég hvergi blaðlauksrjómaost og notaði beikonost í staðinn. Svo átti ég ekki nóg af smjördeigi til að setja yfir þannig að ég setti rifinn ost.

Grænmetisbaka með ostasósu

Grænmetisbakan

800 g smjördeig
1 stór rauðlaukur
2 b sveppir
1 rauð paprika
400 g spergilkál
3 stilkar sellerí
3 gulrætur
1 blaðlaukur
1/2 tsk pipar
1 tsk paprika
2 stilkar ferskt dill
ólífuolía

Sósa

50 g smjör
3 hvítlauksrif
2 dl hvítvín eða mysa
1 dl rjómi
3 dl mjólk
50 g gráðostur
50 g blaðlauksrjómaostur
1-2 tsk grænmetiskraftur
1 tsk timjan
1 tsk oregano
1 ts paprika
1/2 tsk chili
1-2 tsk svartur pipar
1 tsk rósapipar
villijurtablanda eftir smekk
1 msk sojasósa
2 stilkar ferskt dill
2 msk maizena-mjöl

 

– Saxið gulrætur, spergilkál, papriku, sellerí og blaðlauk.

– Saxið og snöggsteikið lauk og sveppi í olíu, 1/2 tsk pipar og 1 tsk papriku. Blandið út í grænmetisskálina og setjið til hliðar.

– Saxið hvítlauk smátt og steikið í smjöri í potti. Hellið rjóma, mjólk og hvítvíni saman við og leysið ostinn upp í vökvanum. Hrærið vel og blandið svo kryddinu og sérríi út í.

Smakkið til. Ath. að sósan þarf að vera mikið krydduð til að getfa grænmetinu bragð. – Þykkið með maizena eftir smekk.

– Smyrjið ofnfast form (djúpt og hringlaga) með ólífuolíu. Skipti’ deiginu í tvennt. Fletjið út annan helminginn og klæðið formið að innan (2 cm upp fyrir brúnina).

– Setjið grænmetið í formið og hellið sérrí-ostasósunni yfir. Lokið fatinu með hinum helmingnum af smjördeiginu. Þrýstið köntum vel saman og penslið yfir með olíu.

Geri smágötu í deigið með gaffli.

– Bakið við 175°C í 50 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla