Auglýsing
Grænmetisbaka með ostasósu Kristín Gísladóttir og Sigurbjörn Aðalsteinsson í Los Angeles
Grænmetisbaka með ostasósu

Grænmetisbaka með ostasósu

Enn ein uppskriftin sem ég hef klippt út úr blaði og ætlað að elda mjög fljótlega 😉 Innbökuð jóla-grænmetissteik í sérrí-gráðostasósu birtist í jólablaði Morgunblaðsins árið 2000, hún er frá Kristínu Gísladóttur og Sigurbirni Aðalsteinssyni í Los Angeles. Mjög góð baka, að vísu fann ég hvergi blaðlauksrjómaost og notaði beikonost í staðinn. Svo átti ég ekki nóg af smjördeigi til að setja yfir þannig að ég setti rifinn ost.

Grænmetisbaka með ostasósu

Grænmetisbakan

800 g smjördeig
1 stór rauðlaukur
2 b sveppir
1 rauð paprika
400 g spergilkál
3 stilkar sellerí
3 gulrætur
1 blaðlaukur
1/2 tsk pipar
1 tsk paprika
2 stilkar ferskt dill
ólífuolía

Sósa

50 g smjör
3 hvítlauksrif
2 dl hvítvín eða mysa
1 dl rjómi
3 dl mjólk
50 g gráðostur
50 g blaðlauksrjómaostur
1-2 tsk grænmetiskraftur
1 tsk timjan
1 tsk oregano
1 ts paprika
1/2 tsk chili
1-2 tsk svartur pipar
1 tsk rósapipar
villijurtablanda eftir smekk
1 msk sojasósa
2 stilkar ferskt dill
2 msk maizena-mjöl

 

– Saxið gulrætur, spergilkál, papriku, sellerí og blaðlauk.

– Saxið og snöggsteikið lauk og sveppi í olíu, 1/2 tsk pipar og 1 tsk papriku. Blandið út í grænmetisskálina og setjið til hliðar.

– Saxið hvítlauk smátt og steikið í smjöri í potti. Hellið rjóma, mjólk og hvítvíni saman við og leysið ostinn upp í vökvanum. Hrærið vel og blandið svo kryddinu og sérríi út í.

Smakkið til. Ath. að sósan þarf að vera mikið krydduð til að getfa grænmetinu bragð. – Þykkið með maizena eftir smekk.

– Smyrjið ofnfast form (djúpt og hringlaga) með ólífuolíu. Skipti’ deiginu í tvennt. Fletjið út annan helminginn og klæðið formið að innan (2 cm upp fyrir brúnina).

– Setjið grænmetið í formið og hellið sérrí-ostasósunni yfir. Lokið fatinu með hinum helmingnum af smjördeiginu. Þrýstið köntum vel saman og penslið yfir með olíu.

Geri smágötu í deigið með gaffli.

– Bakið við 175°C í 50 mín.

Auglýsing