Fíkjubrauð

Fíkjubrauð gráfíkjur fíkjur brauð múskat KRYDDBRAUÐ krydd döðlur hnetur valhnetur
Fíkjubrauð

Fíkjubrauð

Mikið óskaplega er gaman að baka. Í dag er það fíkjubrauð sem rennur ljúflega niður með góðum kaffibolla. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að maður eigi að sjóða fíkjurnar í nokkrar mínútur, ég sleppti því enda engin ástæða til. Bökum og bökum.

FÍKJURBRAUÐKRYDDBRAUÐ

.

Fíkjubrauð

3/4 b (soya)mjólk
1/2 tsk sítrónubörkur
1/2 tsk múskat
1/4 tsk negull
2/3 b fíkjur, saxaðar gróft
1/3 b döðlur, saxaðar gróft
2 msk púðursykur
3 msk góð olía
2 egg
1 2/3 b heilhveiti
1 1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/3 b valhnetur, saxaðar

Blandið öllu saman í skál og hrærið vel. Bakið í jólakökuformi í um 40 mín á 175°C

.

— FÍKJUBRAUÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sætkartöflumús

Saetkartoflumus

Sætkartöflumús. Það er gott að krydda „venjulega" kartöflumús með múskati. Þessi er úr sætum kartöflum og aðeins meira krydduð en hin „venjulega“. Góð kartöflumús á alltaf við, eða kannski er betra að segja að hún eigi oft við. Í staðinn fyrir smjörið má nota rjóma, enda rjómi og smör í grunninn sama afurðin.