Sveskjubrauð

Sveskjubrauð sveskjur brauð krydd allrahanda Sveskjubrauð
Sveskjubrauð

Sveskjubrauð

Ótrúlega einfalt og gott brauð. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að sjóða eigi sveskjurnar í átta mínútur og mauka síðan. Sjálfur sleppti ég því og saxaði sveskjurnar ósoðnar.

.

SVESKJUBRAUÐSVESKJUR

.

Sveskjubrauð

2 dl sveskjur, saxaðar gróft

2/3 dl sykur

3 egg

2 dl góð olía

1 3/4 dl heilhveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk múskat

1 tsk allrahanda

1 tsk kanill

2 dl (soya)mjólk

1 tsk vanillaextrakt

Blandið öllu saman, setjið í smurt jólakökuform og bakið við 170 gráður í um 40 mín.

.

SVESKJUBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vanillu extrakt

Vanillu extract ætti að vera til á öllum heimilum. Vanillusykur og vanilludroparnir gömlu góðu komast ekki í hálfkvist við vanillu extract. Þetta er frekar þægilegt að útbúa og kjörið að setja í litlar flöskur og gefa í tækifærisgjafir.

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar. Margir fá einhvers konar aðsvif þegar þeir bragða á þessum snúðum og heimta uppskrift um leið og þeir rakna úr rotinu. Uppskriftin er frá Chloe's Kitchen, en þar er allt vegan (dýralaust). Ef maður vill borða dýraafurðir, má nota kúamjólk í stað sojamjólkur og smjör í stað vegan smjörlíkis.