Auglýsing

Sveskjubrauð sveskjur brauð krydd allrahanda

Sveskjubrauð. Ótrúlega einfalt og gott brauð. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að sjóða eigi sveskjurnar í átta mínútur og mauka síðan. Sjálfur sleppti ég því og saxaði sveskjurnar ósoðnar.

Auglýsing

.

SVESKJUBRAUÐSVESKJUR

.

Sveskjubrauð

2 dl sveskjur, saxaðar gróft

2/3 dl sykur

3 egg

2 dl góð olía

1 3/4 dl heilhveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk múskat

1 tsk allrahanda

1 tsk kanill

2 dl (soya)mjólk

1 tsk vanillaextrakt

Blandið öllu saman, setjið í smurt jólakökuform og bakið við 170 gráður í um 40 mín.

.

SVESKJUBRAUÐ

.