Sveskjubrauð

Sveskjubrauð sveskjur brauð krydd allrahanda Sveskjubrauð
Sveskjubrauð

Sveskjubrauð

Ótrúlega einfalt og gott brauð. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að sjóða eigi sveskjurnar í átta mínútur og mauka síðan. Sjálfur sleppti ég því og saxaði sveskjurnar ósoðnar.

.

SVESKJUBRAUÐSVESKJUR

.

Sveskjubrauð

2 dl sveskjur, saxaðar gróft

2/3 dl sykur

3 egg

2 dl góð olía

1 3/4 dl heilhveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk múskat

1 tsk allrahanda

1 tsk kanill

2 dl (soya)mjólk

1 tsk vanillaextrakt

Blandið öllu saman, setjið í smurt jólakökuform og bakið við 170 gráður í um 40 mín.

.

SVESKJUBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frönsk möndlukaka – ekta frönsk ömmu-möndlukaka, mjög klassísk

Fronsk mondlukaka

Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska :)

Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.