Auglýsing
Sjómannadagstertan Vildís Björgvinsdóttir , Guðný steinunn, Gígja sólveig, Hólmfríður guðlaug guðjónsdóttir hólmfríður guðjónsdóttir neskaupstaður norðfjörður
Vildís, Albert, Guðný, Gígja og Hólmfríður

 Sjómannadagstertan

Sem betur fer hefur Sjómannadagurinn haldið velli víðast hvar á Íslandi þó ýmsum ólíkum hátíðum vaxi fiskur um hrygg. Margir eiga ljúfar minningar frá hátíðahöldum Sjómannadagsins eins og Norðfjarðardömurnar fimm sem komu saman á dögunum og snæddu dásamlega góða tertu og rifjuðu upp í leiðinni margt sem tengist hátíðarhöldunum í Neskaupstað.

Sjómannadagstertan er lagskipt, fyrst er súkkulaði- og döðlubotn, þá eggjakrem og bananar, því næst marengsbotn og loks súkkulaði yfir.

Látið ekki hugfallast þó uppskriftin virðist löng og með mörgum hráefnum. Tertan er afar góð og vel þess virði að baka hana um sjómannadagshelgina eða á öðrum tímum þegar mikið liggur við.

 MARENGS — NESKAUPSTAÐURGÍGJA SÓLVEIGGUÐNÝ STEINUNN — — HÓLMFRÍÐURVILDÍSSJÓMANNADAGURINN

.

Sjómannadagstertan
Sandra og Hólmfríður

Sjómannadagstertan 

Botn:

3 egg
½  b sykur
100 g suðusúkkulaði
2 b döðlur
¾ b hveiti
½ tsk salt
1 tsk lyftiduft

Þeytið vel saman egg og sykur. Brytjið súkkulaðið og döðlurnar og látið út í ásamt hveiti, salti og lyftidufti. Bakið í kringlóttu formi við 175° í 30 mín

Eggjakrem:

2 eggjarauður
3 msk sykur
½ lítri þeyttur rjómi

Hrærið vel saman eggjarauðum og sykri. Þeytið rjómann í sér skál. Blandið varlega saman eggjablöndunni og rjómanum og setjið ofan á botninn

Marengsbotn:

4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk edik
½ tsk salt
½ tsk vanilla

Þeytið vel saman hvíturnar og sykurinn, bætið við ediki, salti og vanillu. Teiknið hring, jafnstóran botninum, á bökunarplötu og dreyfið úr eggjahvítunni. Bakið við 100° í um 75 mín. Ath að bökunartíminn fer alveg eftir ofnum.

Súkkulaðikrem yfir:

150 g gott dökkt súkkulaði
2-3 msk góð matarolía

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði ásamt olíunni. Hellið yfir tertuna og látið helst leka aðeins niður hliðarnar á tertunni.

1 dl eplasafi
1-2 bananar

Tertan sett saman:

-Látið botninn á tertudisk. Bleytið  hann með eplasafanum.

-Látið eggjakrem ofan á

-Skerið banana og setjið ofan á eggjakremið

-Leggið marengs þar ofan á

-Hellið súkkulaðikreminu ofan á marengsinn

Skreytið með ferskum berjum eða ávöxtum

Vildís Björgvinsdóttir,  Sandra Guðmundsdóttir og systurnar Gígja Sólveig, Guðný Steinunn, og Hólmfríður Guðlaug
Vildís Björgvinsdóttir,  Sandra Guðmundsdóttir og systurnar Gígja Sólveig, Guðný Steinunn, og Hólmfríður Guðlaug Guðjónsdætur. Allar eru þær sjómannadætur og tengjast heimahögunum sterkum böndum – greinilegt er á tali þeirra að í „gamla daga„ var alltaf gott veður á sjómannadaginn, sól og blíða eins og oft vill einkenna áhyggjulaus ungdómsár þegar frá líður. 

 

Sjómannadagstertan
Sjómannadagstertan

.

 MARENGS — NESKAUPSTAÐURGÍGJA SÓLVEIGGUÐNÝ STEINUNN — — HÓLMFRÍÐURVILDÍSSJÓMANNADAGURINN

— SJÓMANNADAGSTERTAN —

.

Auglýsing

2 athugasemdir

Comments are closed.