Kínóamorgungrautur
Í Bólivíu er um helmingur alls kínóa sem notað er í heiminum framleitt. Þar er kínóa notað m.a. í léttkryddaðan morgunverðargraut. Því ekki að breyta til að fá sér kínóagraut í morgunmat eða sem fullgilda máltíð? Þið sáið ekki eftir því. Munið að skola kónóað áður en það er soðið. Utan á því er efni sem kallast saponin og gerir það biturt á bragðið.
— BÓLIVÍA — MORGUNMATUR — GRAUTUR — KÍNÓA — VEGAN —
.
Kínóamorgungrautur
1 b kínóa
2 b soyamjólk
2 b vatn
1 tsk kanill
1/4 tsk múskat
1/4 tsk engifer, þurrkað
smá salt
2-3 msk hunang
1/2 tsk vanilluextrakt
3 msk rúsínur.
Setjið kínóa og vatn í pott og látið suðuna koma upp, bætið þá öllu hinu saman við og sjóðið í um 25-30 mín.
— BÓLIVÍA — MORGUNMATUR — GRAUTUR — KÍNÓA — VEGAN —
.