Auglýsing
Fíflablóm Steikt fíflablóm – ákaflega ljúffeng túnfíflar fíflar knúbbar má borða FÍFILL túnfífill fíflar fífla
Steikt fíflablóm – ákaflega ljúffeng

Steikt fíflablóm

Í fyrsta sinn þegar ég steikti fíflablóm varð ég alveg steinhissa, því ég hafði gert ráð fyrir að þau væru álíka beisk á bragðið og fíflablöð. Það kom því þægilega á óvart að steikt fíflablóm reyndust vera töluvert lík sveppum á bragðið og ákaflega ljúffeng. Nóg er af fíflablómum á vorin og því skora ég á ykkur að prófa þessa einföldu uppskrift, en fíflablóm eru tilvalin sem meðlæti með öðrum mat.

TÚNFÍFLARÍSLENSKT

Steikt fíflablóm

3 lúkur af fíflablómum með grænum bikarblöðum

smjör/olía

sjávarsalt og svartur pipar

Steikið fíflablómin í smjöri á vel heitri pönnu í nokkrar mínútur og kryddið eftir smekk.

.

— STEIKT FÍFLABLÓM —

.

Auglýsing