Möndlusteiktur skarkoli

Möndlusteiktur skarkoli koli möndlur fiskur raupspretta möndlur
Möndlusteiktur skarkoli

Möndlusteiktur skarkoli

Get nú ekki sagt að ég eigi sérstaklega góðar kolaminningar frá æskuárum, mér þóttu beinin helst til of mörg og til ama. En nú er öldin önnur. Heitið rauðspretta á skarkolanum er gömul dönskusletta (sbr.Rødspætte) í íslensku. Danska heitið er tilkomið vegna hinna rauðu díla sem sjást í roðinu. Því miður var ekki til capers á heimilinu en engu að síður bragðaðist skarkolinn mjög vel.

SKARKOLI

.

Möndlusteiktur skarkoli

1/2 b heilhveiti

1/2 b möndluflögur

3/4 tsk svartur pipar

1/2 tsk salt

2 egg

2 msk vatn

600 g koli

4 msk góð olía

1/4 b hvítlaukur í sneiðum

2 msk capers

3 msk sítrónusafi

Fínmalið möndlurnar í matvinnsluvél, setjið í djúpan disk. Blandið saman við heilhveiti, salti og pipar. Hrærið saman vatni og eggjum á öðrum djúpum diski. Veltið fiskinum uppúr eggjunum, þá hveitimöndlublöndunni og steikið á báðum hliðum í olíunni á pönnu. Takið til hliðar. Steikið hvítlaukinn í nokkrar mínútur sömu olíu, bætið restinni af möndlum, kapers saman við og líka sítrónusafanum. Takið hvítlaukinn af pönnunni, setjið fiskinn á hana aftur og hvítlaukinn yfir, látið malla í nokkrar mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Mígreni hætti með breyttu mataræði

heilsuhusid

 

 

 

Mígreni hætti með breyttu mataræði. Á síðu Heilsuhússins er pistill Hönnu Guðmundsdóttur, þar segir hún frá því hvernig hún losaði sig við mígreniköst með breyttu mataræði.