Auglýsing
Gulrótaterta gulrætur hráterta kaka kanill rúsínur valhnetur Sætabrauðsdrengirnir gulrótakaka
Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með.

 HRÁTERTURGULRÓTATERTUR

Auglýsing

Gulrótaterta

7 meðalstórar gulrætur
2 dl möndlur
1 2/3 dl valhnetur
1 dl hörfræ, lagt í bleyti í um 20 mín
2 dl kókosmjöl
2 dl rúsínur
2 msk Husk (trefjar)
1 tsk vanilla
2 msk gott hunang
smá salt

Krem:

2 dl kasjúhnetur
1 msk gott hunang
safi úr hálfri sítrónu
1 tsk vanilla
1/2 tsk kanill
smá salt.

Setjið gulrætur, möndlur, valhnetur og hörfræ í matvinnsluvél og maukið. Látið í stóra skál og bætið saman við kókosmjöli, rúsínum Huski, vanillu, hunangi, kanil og salti. Takið hring af tertufomi og látið hann á tertudisk, setjið „deigið” þar í og þjappið vel.

Krem: Setjið allt í matvinnluvél og maukið vel. Hellið yfir tertuna og kælið í amk tvær klukkustundir eða yfir nótt. Hafið hringinn utan um tertuna allan tímann, þangað til tertan er borin á borð.

FLEIRI HRÁTERTUR

Sætabrauðsdrengirnir Viðar Bergþór Gissur páll Garðar Thór

.

— GULRÓTAKAKA —

.