Gulrótakaka

Gulrótaterta gulrætur hráterta kaka kanill rúsínur valhnetur Sætabrauðsdrengirnir gulrótakaka
Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með.

 HRÁTERTURGULRÓTATERTUR

Gulrótaterta

7 meðalstórar gulrætur
2 dl möndlur
1 2/3 dl valhnetur
1 dl hörfræ, lagt í bleyti í um 20 mín
2 dl kókosmjöl
2 dl rúsínur
2 msk Husk (trefjar)
1 tsk vanilla
2 msk gott hunang
smá salt

Krem:

2 dl kasjúhnetur
1 msk gott hunang
safi úr hálfri sítrónu
1 tsk vanilla
1/2 tsk kanill
smá salt.

Setjið gulrætur, möndlur, valhnetur og hörfræ í matvinnsluvél og maukið. Látið í stóra skál og bætið saman við kókosmjöli, rúsínum Huski, vanillu, hunangi, kanil og salti. Takið hring af tertufomi og látið hann á tertudisk, setjið „deigið” þar í og þjappið vel.

Krem: Setjið allt í matvinnluvél og maukið vel. Hellið yfir tertuna og kælið í amk tvær klukkustundir eða yfir nótt. Hafið hringinn utan um tertuna allan tímann, þangað til tertan er borin á borð.

FLEIRI HRÁTERTUR

Sætabrauðsdrengirnir Viðar Bergþór Gissur páll Garðar Thór

.

— GULRÓTAKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.