Gulrótakaka

Gulrótaterta gulrætur hráterta kaka kanill rúsínur valhnetur Sætabrauðsdrengirnir gulrótakaka
Gulrótaterta

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með.

 HRÁTERTURGULRÓTATERTUR

.

Gulrótaterta

7 meðalstórar gulrætur
2 dl möndlur
1 2/3 dl valhnetur
1 dl hörfræ, lagt í bleyti í um 20 mín
2 dl kókosmjöl
2 dl rúsínur
2 msk Husk (trefjar)
1 tsk vanilla
2 msk gott hunang
smá salt

Krem:

2 dl kasjúhnetur
1 msk gott hunang
safi úr hálfri sítrónu
1 tsk vanilla
1/2 tsk kanill
smá salt.

Setjið gulrætur, möndlur, valhnetur og hörfræ í matvinnsluvél og maukið. Látið í stóra skál og bætið saman við kókosmjöli, rúsínum Huski, vanillu, hunangi, kanil og salti. Takið hring af tertufomi og látið hann á tertudisk, setjið „deigið” þar í og þjappið vel.

Krem: Setjið allt í matvinnluvél og maukið vel. Hellið yfir tertuna og kælið í amk tvær klukkustundir eða yfir nótt. Hafið hringinn utan um tertuna allan tímann, þangað til tertan er borin á borð.

FLEIRI HRÁTERTUR

.

Sætabrauðsdrengirnir Viðar Bergþór Gissur páll Garðar Thór

.

— GULRÓTAKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur. Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum. Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi: Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið? Hversu lengi á handaband að standa? Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu? Er í lagi að bora í nefið í bílnum? Kyssum við á kynnina við fyrstu kynni? Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.

Gott að narta í….

Það er alveg gráupplagt að hafa hnetur, fræ, þurrkaða ávexti, kókosflögur og gott dökkt súkkulaði í skál til að narta í. Til dæmis hentar þetta einstaklega vel til að koma í veg í sykurfall...