Súkkulaðihjúpaðir ávextir

súkkulaðihjúpaðir ávextir súkkulaði
Súkkulaðihjúpaðir ávextir

 Súkkulaðihjúpaðir ávextir

Hér á bæ var boðið upp á kvöldhressingu. Eins og áður hefur komið fram er Saveurs&Nature súkkulaðið í miklu uppáhaldi. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar talað er um að hjúpa ávexti með súkkulaði eru jarðarber. En það er ekki síður gott að hjúpa ýmislegt annað. T.d. apríkósur og velta þeim upp úr kókosmjöli eða söxuðum pistasíum. Pekan hnetur, mandarínur, ferskur ananas með muldum hnetum svo má líka taka góðar kexkökur og dýfa þeim í gott súkkulaði.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rósmarín- og möndlukex

Rósmarín- og möndlukex DSCF0143

Rósmarín- og möndlukex. Alltaf gott að eiga hollt og gott heimagert kex til að maula á eða bjóða þegar gesti ber að garði. Stórfínt með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti. Já eða bara eitt og sér.

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni. Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift að súkkulaðieggjaköku.

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu – algjörlega besti eftirrétturinn af grillinu

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu. Kjartan Örn hélt ægifína grillveislu og bauð upp á grillaða pitsu og á eftir var þessi ógleymanlegi eftirréttur. Ef þið viljið slá rækilega í gegn við grillið þá er þessi súkkulaðiterta grilluð í appelsínu málið. Það er ágætt að skilja svolítið eftir af appelsínukjötinu þegar hreinsað er innan úr - appelsínan gefur extra bragð - minnir svolítið á Grand Marnier. Kjartan notar glútenfrítt hveiti og svo er þessi dásemdareftirréttur án hvíts sykurs. Hugsið ykkur ekki um, kaupið appelsínur, brettið upp ermar og grillið heimsins bestu súkkulaðitertu.

Cordon Bleu a la Pabbi – Ari Ólafs söngvari

Cordon Bleu a la Pabbi. Ari Ólafsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með laginu Our Choice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Röddin er ekki bara glæsileg, heldur hefur hann óvenjulegt raddsvið upp á háaloft og niður í kjallara, en fólk hefur ekki síður heillast af framkomu hans og einstakri útgeislun. Ég spurði Ara hver væri uppáhaldsmaturinn hans. Hann sagðist ekki enn vera mikill kokkur, en Cordon bleu, „eins og pabbi gerir“ væri í algjöru uppáhaldi.