Fíkjubrauð
Fullt af hollustu. Að vísu átti ég ekki AB-mjólk eins og stendur í upphaflegu uppskriftinni en notaði í staðinn soyamjólk. Brauðið er bæði gott nýbakað með hollu viðbiti og líka daginn eftir.
Fíkjubrauð
300 g gráfíkjur, heilar
3 dl sjóðandi vatn
10 dl spelt, fínt og gróft
4 msk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
1/2 tsk vanilluduft
100 g valhnetur, grófsaxaðar
100 g heslihnetur, grófsaxaðar
4 dl soyamjólk
nokkrar valhnetur til að setja ofan á.
Setjið gráfíkjur í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Hrærið allt sem er í uppskriftinni varlega saman í skál. Bætið gráfíkjum við ásamt vatninu. Setjið í tvö meðalstór brauðform. Leggið valhnetur ofan á brauðdeigið og bakið í 40 mín. við 180°