Auglýsing
Jarðarber kínóa rabarbari Jarðarberja-, rabarbara- og kínóagrautur
Jarðarberja-, rabarbara- og kínóagrautur

Jarðarberja-, rabarbara- og kínóagrautur.

Er að missa mig, annars vegar í kínóa og hins vegar að nota saman jarðarber og rabarbara. Vá hvað þetta er góður grautur, silkimjúk áferð og góð blanda hráefna sem passa einstaklega vel saman.

JARÐARBERRABARBARIKÍNÓA

Jarðarberja-, rabarbara- og kínóagrautur

2 1/4 b vatn
1 1/2 b smátt saxaður rabarbari
1 b söxuð jarðarber (fersk eða frosin)
1/3 b kínóa
1/2 tsk kanill
smá salt
1/3 b sykur
1/2 tsk rifinn sítrónubörkur
smá hunang
1 b grísk jógúrt
vanilluextrakt

Látið 2 bolla af vatni í pott, bætið útí rabarbara, jarðarberjum, kínóa, kanil og salti. Látið sjóða í um 20-25 mín þangað til kínóa er mjúkt. Hrærið saman restinni af vatninu, hunangi og sítrónuberki og blandið saman við kínóagrautinn. Setjið grautinn í skál og kællið í um klukkustund. Hrærið saman jógúrti, vanillu og sykri og látið ofan á grautinn í skálunum. Skreytið með ferskum jarðarberjum.

JARÐARBERRABARBARIKÍNÓA

— JARÐARBERJA- RABARBARA OG KÍNÓAGRAUTUR —

.

Auglýsing