Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum, Kjartan Örn, Salat, Blómkál, hráfæði, raw Elísa jóhannsdóttir dressing salat
Kjartan Örn fær sér blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu – spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

.

SALÖTBLÓMKÁLELÍSA&KJARTAN

.

Blómkálssalat með rúsínum

3 b blómkál, saxað gróft
3 b spergilkál, saxað gróft
1/2 rauðlaukur, saxaður frekar gróft
1 b rúsínum
1 b sólblómafræ
steinselja

Blandið öllu saman í stóra skál.

Dressing:

1 b kasjúhnetur
safi úr 1 sítrónu
2 msk góð olía
1/4 b vatn
ca 1/4 b blaðlaukur, saxaður gróft
1 hvítlauksrif
1 msk gott hunang
smá Dijon sinnep
salt

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel. Blandið saman við salatið og látið standa í 2-3 klst áður en er borið á borð.

Elísa og Kjartan

Bergþór, Elísa og Albert

SALÖTBLÓMKÁLELÍSA&KJARTAN

— BLÓMKÁLSSALAT MEÐ RÚSÍNUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.       Á ferðalagi um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.

Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur. Sumir réttir eru þannig að það er engu líkara en þeir breyti lífi manns, áhrifin verða svo mikil og eftirminnileg. Það á við um þennan grænmetispottrétt. Á fögru síðsumarskvöldi í gömlu húsi á Ísafirði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig...