Kokteill ´63

Koktell, kokteill, Fáskrúðsfjarðarskvísur, Kristín albertsdóttir, Stefanía finnbogadóttir, Helena stefánsdóttir, Hildur, Helga Jóna óðinsdóttir , Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, Blað franskra daga
Fáskrúðsfjarðarskvísurnar Kristín, Stefanía, Helena, Hildur og Helga Jóna skála fyrir nýstofnuðum saumaklúbbi sínum.

Kokteill ´63

Fáskrúðsfjarðarskvísurnar Kristín, Stefanía, Helena, Hildur og Helga Jóna skála fyrir nýstofnuðum saumaklúbbi sínum. Sumarlegur og bragðgóður drykkur sem rennur ljúflega niður.

.

KOKTEILLFÁSKRÚÐSFJÖRÐURDRYKKIR

.

Kokteill ´63 (5 glös)

1 stk. stórt þroskað mangó

2 stk. kíwí

25 stk. möndlur (með hýði)

15 cl apríkósulíkjör (einn einfaldur = 3 cl)

750 ml engiferöl

5-8 ísmolar (fer eftir stærð)

Leggið möndlurnar í bleyti í krukku í 8-12 tíma, hellið vatninu af og skolið þær.

Afhýðið ávextina og setjið í blandara ásamt möndlunum – mixið.

Setjið líkjörinn út í ásamt ísmolunum og smá skvettu af engiferölinu og blandið saman.

Hellið restinni af engiferölinu saman við blönduna og hrærið vel í.

Passar í fimm falleg glös, skreytið með appelsínusneið, eða hverju sem vill.

Kaldur braudrettur

Útimynd: Helena Stefánsdóttir

.

KOKTEILLFÁSKRÚÐSFJÖRÐURDRYKKIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði. Fagurgult og bragðgott appelsínumarmelaði. Appelsínur eru missætar og sítrónur eru missúrar, það þarf því eiginlega að smakka þetta til og bæta við sykri efir þörfum.

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff. Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja.

Fyrri færsla
Næsta færsla