Kokteill ´63
Fáskrúðsfjarðarskvísurnar Kristín, Stefanía, Helena, Hildur og Helga Jóna skála fyrir nýstofnuðum saumaklúbbi sínum. Sumarlegur og bragðgóður drykkur sem rennur ljúflega niður.
.
— KOKTEILL — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — DRYKKIR —
.
Kokteill ´63 (5 glös)
1 stk. stórt þroskað mangó
2 stk. kíwí
25 stk. möndlur (með hýði)
15 cl apríkósulíkjör (einn einfaldur = 3 cl)
750 ml engiferöl
5-8 ísmolar (fer eftir stærð)
Leggið möndlurnar í bleyti í krukku í 8-12 tíma, hellið vatninu af og skolið þær.
Afhýðið ávextina og setjið í blandara ásamt möndlunum – mixið.
Setjið líkjörinn út í ásamt ísmolunum og smá skvettu af engiferölinu og blandið saman.
Hellið restinni af engiferölinu saman við blönduna og hrærið vel í.
Passar í fimm falleg glös, skreytið með appelsínusneið, eða hverju sem vill.
Útimynd: Helena Stefánsdóttir
.
— KOKTEILL — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — DRYKKIR —
.