Sítrónuskonsur

skonsur Sítrónuskonsur
Sítrónuskonsur

Sítrónuskonsur

Fljótlegar og auðveldar skonsur sem runnu ljúflega niður, tja ætli megi ekki segja að þær hafi horfið eins og dögg fyrir sólu.

.

SKONSURSCONESAFTERNOON TEA

.

Sítrónuskonsur

3 b (heil)hveiti

2 tsk lyftiduft

1/3 b sykur

1/2 tsk salt

1/3 b góð olía

1 1/3 b soyamjólk

2 msk edik

1 msk sítrónusafi

börkur af einni sítrónu

1 tsk vanilla

1 dl rúsínur

Blandið öllu saman, setjið með matskeið á bökunarpappír og bakið í 15 mín við 190° Passlegt í 8-12 skonsur.

.

SKONSURSCONESAFTERNOON TEA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Alberteldar FIMM ÁRA – gaman að segja frá því

Alberteldar FIMM ÁRA - gaman að segja frá því að í dag eru slétt fimm ár síðan þessi síða fór í loftið. Síðan þá hafa birst tæplega þúsund færslur. Innlitin eru rétt tvær milljónir.

Í tilefni dagsins er hér fyrsta uppskrifin sem birtist:

Fyrri færsla
Næsta færsla