
Blómkálssúpa
Þegar ég kom heim í hádeginu, á afmælisdaginn minn, voru feðgarnir búnir að útbúa sérdeilis bragðgóða blómkálssúpu. Ó hvað maður er lukkulegur
.
.
Blómkálssúpa
2 msk kókosolía
1 laukur, saxaður
sjávarsalt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
4 dl grænmetissoð
4 dl möndlumjólk
ca 500 g blómkál, saxað gróft
1 2/3 dl næringarger (nutritional yeast)
2 tsk sítrónusafi
nýmalaður svartur pipar
Hitið olíuna í potti, léttsteikið lauk og hvítlauk bætið saltinu við. Látið saman við grænmetissoð, mjólk, og blómkál. Látið sjóða í um 20 mín eða þangað til blómkálið er soðið. Slökkvið undir og maukið. Bætið við næringargerinu, sítrónusafa og pipar.
.
.
Auglýsing
Besta blómkálssúpa sem ég hef smakkað!
Takk fyrir, já hún er mjög góð
Girnileg uppskrift og til hamingju með afmælið 🙂 Má ég spyrja, hvað er næringager?
Kveðja,
Hanna
Af heimasíðu Heilsuhússins:
-Hvað er næringarger?
Næringarger er notað til bragðbætingar og sem næring í grænmetis- og hráfæðisrétti. Næringarger er allt öðruvísi en hefðbundið bakstursger, en gerillinn í því er dauður og hentar því ekki í gerbakstur. Sökum þess að gerillinn er óvirkur þá hefur næringarger ekki slæm áhrif á fólk sem þjáist af sveppasýkingum eins og af völdum Candida albicans. Næringarger er mjög B vítamínríkt (sérstaklega af B12) og stærstur hluti næringarinnar kemur frá próteini.
Comments are closed.