Sítrónusmákökur

Sítrónusmákökur smákökur jólasmákökur jólin jólauppskriftir sítrónur lemon cookies
Sítrónusmákökur

Sítrónusmákökur

Það er eitthvað svo notalegt að baka smákökur, bökunarilmurinn gleður ekki síður en bragðið af góðum smákökum. Í gamla daga var oft mun meira af sykri í smákökum en í seinni tíð. Gott að hafa hugfast að það hefur engin áhrif á deigið, baksturinn eða annað að minnka sykurinn.

— SMÁKÖKUR — JÓLINSKÍRT SMJÖR

.

Sítrónusmákökur

2 egg
2/3 b sykur

125 g skírt smjör
2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 msk sítrónusafi
2 tsk sítrónubörkur
1 tsk vanilla

Flórsykur til skrauts.

Þeytið saman egg og sykur. Bætið við smjöri og hrærið áfram.
Blandið saman þurrefnunum og setjið saman við eggjahræruna ásamt sítrónusafa, berki og vanillu.
Setjið með teskeið á bökunarpappírsklædda plötu.
Bakið við 175°C í 10-12 mínútur.

— SMÁKÖKUR — JÓLINSKÍRT SMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.