Sumarsalat með kasjúhnetudressingu

salat

Sumarsalat með kasjúhnetudressingu. Heimsóttum garðyrkjustöð á Flúðum um helgina og heilluðumst af starfseminni þar. Það skemmdi heldur ekki fyrir að við fengum að smakka á öllu að vild.  Nú verðum við að hjálpa garðyrkjubændum að borða uppskeruna sem nú flæðir af ökrum þeirra…

Sumarsalat með kasjúhnetudressingu

1 b spergilkál

1 b blómkál

1 b rifnar gulrætur eða saxaðar

spínat að vild

1 msk rauðlaukur, saxaður

½ b rúsínur

½ b sólblómafræ

steinselja.

Saxið gróft spergilkál og blómkál, látið í stóra skál ásamt gulrótum, gróft söxuðu spínati, rauðlauk, rúsínum, sólblómafræjum og steinselju.  Í salatið má nota aðrar tegundir grænmetis enda uppskeran núna í hámarki.

Dressing:

1 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um klst

safi úr 1 1/2 sítrónu

2 msk góð olía

1/4 b vatn

ca 1/3 b blaðlaukur, saxaður gróft

1 hvítlauksrif

1 msk gott hunang

smá Dijon sinnep

salt

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel. Blandið saman við salatið og látið standa í 1-2 klst við stofuhita áður en er borið á borð.

Screen shot 2013-08-20 at 21.44.42

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!